Dugnaður með flottar heimaæfingar

18.03.2020

Þær MInna og Steina hjá Dugnaði hugsa í lausnum

Við vitum öll hvað hreyfing skiptir miklu máli einmitt núna á þessum erfiðu tímum sem við erum að ganga í gegnum þessar vikurnar. Minna og Steina hjá Dugnaði ákváðu að setja daglega heimaæfingar inn á facebook- og Instagramsíðu hópsins, ( dugnadur ) þar hvetja þær alla til að setja mynd af sér við æfinguna sem er mikil hvatning fyrir allar aðra.

Allir geta fylgt þeim á Instagram og fengið þar æfingu dagsins og hvetja þær alla að taka þátt og posta mynd af sér til hvatingar fyrir hina.

Minna tekur einnig fram að þær séu áfram með æfingar í íþróttamiðstöðinni en með takmörkuðum fjölda eða 20 með þjálfara og gott bil á milli iðkenda.

Heimaæfing

Pýramýdi

 1. umferð :1
 2. umferð: 1 , 2
 3. umferð: 1, 2, 3
 4. umferð : 1, ,2, 3, 4
 5. umferð : 1, 2, 3, 4, 5
 6. umferð : 1, 2, 3, 4, 5, 6
 7. umferð: 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7
 1. 10 Burpees eða englahopp
 2. 5 split hopp á fót
 3. 10 bakfettur
 4. 20 mjaðmaréttur/swing ef þú átt bjöllu
 5. 20 hnébeygjuhopp
 6. 30 armbeygjur
 7. 2 mínútna planki

Tígull fékk að birta nokkrar myndir með leyfi frá þessum aðilum.

Þeir Gabríel Gauti og Breki eru alveg með þetta.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search