19.10.2020
Stelpurnar hjá Dugnaði voru rétt í þessu að setja inn tilkynningu á facebooksíðu sína:
Tökum ábyrgð
Eftir miklar vangaveltur höfum við ákveðið að hafa Dugnað áfram lokaðan út þessa viku.
Við gerum þetta með hagsmuni okkar allra að leiðarljósi.
Faraldurinn er á viðkvæmum stað og teljum við að með því að bíða fram yfir helgi og sjá hvernig hlutirnir þróast við vera öruggari.
Þegar á heildina er litið þá ættu nokkrir dagar í viðbót ekki að skipta öllu máli.
Ykkar heilsa skiptir okkur miklu máli og teljum við okkur vera að taka ábyrgð með því að gera þetta svona.
Bíðum AÐEINS lengur …
Við ætlum að setja inn eina æfingu á dag út vikuna þar sem höfundur Metabolic er við stjórnina.
Hlýjar kveðjur til ykkar og sjáumst vonandi eftir viku
Minna, Steina og Þóra Guðný
Þær Unnur Líf Ingadóttir Imsland og Snjólaug Árnadóttir settu saman þetta skemmtilega Dugnaðar hreyfispil í apríl, það er um að gera að taka spil með börnum.
