12.11.2020
Fæðingarstyrkur
Á facebooksíðu Drífanda er greint frá því að Drífandi stéttarfélag hefur bætt við nýjum styrk úr sjúkrasjóði félagsins og tekur sá réttur gildi vegna barna fædda frá 1. janúar 2020. Félagsmenn sem átt hafa barn fá nú kr. 130.000.
Réttur til styrksins er á hvert barn og fer eftir sömu reglum og aðrir styrkir úr sjúkrasjóði þ.e. varðandi félagsaðild, upphæð félagsgjalds o.s.frv.
Vegna covid ástandsins tökum við nú einungis við umsóknum í gegnum tölvupóst drifandi@drifandi.is.
Allar styrkbeiðnir sem berast fyrir 11. desember verða afgreiddar fyrir jól.
Gögn sem þarf fyrir styrkveitinguna:
Fæðingarvottorð (ljósrit) og kennitala barns
Útfyllt umsókn
Skilyrði fyrir styrkveitingu:
A.m.k. annað foreldrið sé að greiða til félagsins við fæðingu barns
Greitt sé til félagsins þegar félagsmaðurinn er í fæðingarorlofi
Rétturinn er á hvert barn, ekki á hvert foreldri.