Miðvikudagur 24. apríl 2024

Draumurinn að fara í atvinnumennsku

Lárus Garðar Long lærir viðskiptafræði og spilar golf á íþróttastyrk við háskólann Bethany College. 

Tígull tók létt spjall við Lárus

Hvernig kom það til að þú ákvaðst að fara út?

Eftir að ég áttaði mig á því að mig langaði að reyna ná langt í golfi kom sú ákvörðun að best væri að reyna að finna skóla í Bandaríkjunum. Háskólagolfið er besti undirbúningurinn áður en að fara í atvinnumennsku. Ólafur Loftson hjálpaði mér með ferlið að komast út og það hjálpaði mikið, þannig hann sá um það að senda á mismunandi skóla í Bandaríkjunum.

En hvað með valið á skóla?

Ástæðan fyrir því að ég valdi Bethany College er sú að mér líkar mjög vel við þjálfarann og það voru 3 Íslendingar í þessum skóla áður en að ég samdi við Bethany, þannig það var auðveldara að fá fleiri upplýsingar frá þeim þar sem ég þekki þá alla.

Hvernig er hann í samanburði við aðra skóla?

Bethany College er mjög lítill háskóli með um 800 nemendur, og flest allir í skólanum eru á íþróttastyrk. Það er  mjög mikill kostur að skólinn er lítill þar sem að þú færð miklu meiri hjálp frá kennurunum.

Hversu mikið golf er spilað meðfram náminu?

Við spilum í 5-6 mótum á hverri önn. Við æfum í 3 klst á golfvellinum alla virka daga og við förum í ræktina 3x í viku með liðinu. Við spilum einnig mikið golf um helgar og ég reyni að fara í ræktina 2x í viku aukalega.

Eru reglulega mót og er eitthvað sérstakt framundan núna í golfinu?

Næsta mót hjá liðinu er 18. Október í Kansas City, eftir það verður tímabilið búið.

Hvað ertu að læra?

Meðfram golfinu er ég að læra viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og fjármál

Er þetta langt nám?

Þetta nám tekur 4 ár

Veistu hvað mun taka við efitir þetta?

Draumurinn er að fara í atvinnumennsku eftir námið ef allt gengur mjög vel þessi 4 ár en ef ég ákveð að fara ekki í atvinnumennsku er planið að taka mastersnám tengt viðskiptafræðinni einhvers staðar í Evrópu.

Hvernig líkar þér þarna úti?

Ég elska að vera hérna úti, á mjög góða vini hérna og ég get spilað golf nánast allt árið hérna úti.

Hvernig er típískur dagur hjá þér?

Típískur dagur hérna úti er að ég vakna um 8 leytið og fer í skólann 2-3 tíma á dag. Ég fer yfirleitt í ræktina klukkan 10 um morguninn flest alla virka daga. Fer í hádegismat klukkan 12 þar sem ég sit alltaf með liðsfélögunum, sem er mjög gaman því matsalurinn var ekki opinn í fyrra vegna Covid. Við förum í liðsrútuna alla virka daga klukkan 3 til þess að fara út á golfvöll sem er 20 min keyrsla og er yfirleitt kominn heim á milli 6 og 7. Þá tekur við að elda eða fara í matsalinn og síðan hitta félaganna eða læra eftir mat. 

Ferðu í eitthvað frí í kringum jólin og muntu koma eitthvað heim í frí?

Ég fæ alltaf mjög gott jólafrí og fæ ég að vera heima yfir jólinn og næstum allan janúar líka.

Hvernig gengur að kynnast öðrum nemendum?

Það gekk mjög illa fyrsta árið vegna covid en það er mun léttara að kynnast fólki núna þegar nánast allt er orðið normal. Fyrsta árið þá kynntist ég bara fólki úr golfliðinu en nú er tengslanetið orðið mun stærra.

Þegar það er frítími hvað er skemmtilegast að gera?

Mér finnst lang skemmtilegast að hitta félagana í mínum frítíma og gera einhvað skemmtilegt annað en að spila golf.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search