Íris Róbertsdóttir

Döpur, svekkt og pirruð!

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri skrifaði í kvöld pistil á facebook síðu sína og lýsir vonbrigðum sínum yfir ákvörðun dagsins

Við fengum leyfi hennar til að birta pistilin hér: 
Ákvörðun dagsins er gríðarleg vonbrigði. Verðlaunin og vonin um “eðlilegra líf”, sem átti að koma með þessum miklu bólusetningum, eru horfin; í bili að minnsta kosti.
Við Íslendingar höfum lagt mikið á okkur og fylgt vel þeim tilmælum og takmörkunum sem gripið hefur verið til en það virðist ekki duga.

Það vantar sannfærandi rökstuðning fyrir ákvörðun stjórnvalda.

Ef staðan er svona grafalvarleg, eins og fullyrt er, af hverju tók þetta þá ekki gildi á miðnætti í kvöld? Af hverju er hátíðum og djammi helgarinnar leyft að flæða fram á miðnætti annaðkvöld og hvernig ætla stjórnvöld að stöðva það nákvæmlega þá? En við leggjum ekki árar í bát! Þessi ákvörðun stjórnvalda gildi til 13. ágúst.
Er ekki borðleggjandi að fresta Þjóðhátíð en slá hana ekki af?
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is