Djúp lægð á leiðinni

Á veður­fræðivef Ein­ars Svein­björns­son­ar veður­fræðings er greint frá því að á fimmtudagsmorgun er lægðamiðjunni spáð vestur af Faxaflóa. Standist spárnar þá verður þrýstingur í lægðarmiðju í kringum 925 hPa.

Svo djúpar lægðir eru afar fátíðar. Ef frá eru taldir fellibyljir, þar sem þrýstingur getur farið niður fyrir 900 hPa þá er ekki vitað um margar lægðir dýpri en þá sem við eigum von á. Sökum staðsetningu okkar á Íslandi þá þekkjum við þessar dýpstu lægðir betur en flestir, enda verða þær flestar í nágrenni við Ísland.

Þrjár lægðir keppast um titilinn dýpsta lægð í nágrenni Íslands og jafnframt um titilinn dýpsta lægð í heimi.

Þann 2. desember 1929 mældist þrýstingur 920 hPa á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Þetta var löngu fyrir tíma gervihnatta og ómögulegt að vita hversu djúp lægðin var, þó verður að teljast líklegt að lægðin hafi verið eitthvað dýpri.

  • Svo liðu rúmlega 50 ár þar til ný lægð lét að sér kveðja. Sú kom upp að landinu þann 15.des 1986. Þá er talið að þrýstingur í lægðamiðju hafi farið niður í 914 hPa. Kort sem sýnir þá lægð má sjá hér að neðan sem unnið er úr ERA Interim endurgreiningunni og er fengið af brunni Veðurstofunnar.
  • Stutt var í næstu ofurlægð. Hún varð í janúar 1993. Þrýstingur í henni er talin hafa farið allt niður í 912 hPa suðaustur af landinu.
  • Þriðja djúpa lægðin ætti svo að vera veðuráhugamönnum í fersku minni, en hún var fyrir sunnan land 15. febrúar 2020. Lægsti þrýstingur í þeirri lægð reiknaðist 919 hPa skammt suður af landinu. Sú lægð féll í skuggann af annari litlu grynnri sem olli miklu óveðri daginn áður.

En aftur að lægðinni sem er á leiðinni núna

Eins og spárnar eru núna er ekki líklegt að þessi lægð slái dýptarmetið, en þó ekki útilokað að um verði að ræða dýpstu lægð þessarar aldar.

Lægðin kemur til með að dýpka mjög hratt og erfitt er að spá fyrir um hversu hvasst verður og hvar versta veðrið verður. Til þess er óvissan of mikil. Líklegt verður að teljast að veður verði mjög vont auk þess sem óvenju há sjávarstaða gæti valdið vandræðum. Við munum fjalla frekar um lægðina þegar nær dregur og spáin skýrist frekar.

Forsíðumynd er skjáskot frá blika.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is