Djákninn er ný verslun við Strandveginn í Vestmannaeyjum, beint á móti Krónunni.
Djákninn er vape verslun sem selur bæði vape vöka og rafrettur.
Tígull vildi aðeins forvitnast um reksturinn og eiganda þessarar oft umdeilda reksturs.
Eigandi Djáknans er Gunnar Viðar Þórarinsson, 34 ára gamall. Fæddur og uppalinn á Sauðárkróki en á heima í dag á Reyðarfirði, þannig má segja að hann sé sannkallað landsbyggðarbarn.
Hefurðu einhverja tengingu við Eyjar? Nei, því miður. Þegar ég kom í heimsókn til Eyja á síðasta ári féll ég gjörsamlega fyrir Vestmannaeyjum. Var eiginlega svekktur að hafa ekki komið hingað fyrr. Það var ekki spurning, ég ætlaði að opna útibú hér og stefni einnig á að kaupa hús hér í náinni framtíð. Hér er yndislegt að vera, sagði Gunnar.
Djákninn rekur fimm verslanir um landið og flytur inn fjöldann allan af rafrettuvörum og vökvum. Þær eru í Vestmannaeyjum, Reykjavík, Sauðarkróki, Akureyri og Reyðarfirði.
Markmiðið að fólk hætti að reykja
Það sem greip blaðamann Tíguls hvað mest er hugsun Gunnars með þessari verslun. Hún snýst ekki um að fá sem flesta til að byrja að vape-a heldur að fá sem flesta sem reykja sígarettur að hætta því og fara frekar í vape-ið. Í kjölfarið hætta nikótínnotkun alveg.
Þegar við opnuðum fyrstu búðina á Akureyri, 21. júlí 2016 var komin talsverð röð og undirtektirnar voru mjög góðar, sagði Gunnar. Fólk sem var búið að fikta við þetta fékk loksins ráðgjöf og alvöru úrval. Við erum ekki bara að selja rafretturnar heldur erum við að veita þannig þjónustu, að við viljum að fólk hætti að reykja af því að það er markmiðið hjá okkur, útskýrir hann.
5000 mismunandi eiturefni í sígarettum
Gunnar hefur aflað sér þekkingar og segir miklu auðveldara að hætta að nota vape heldur en sígarettu. Í sígarettunni eru 5000 mismunandi eiturefni auk nikótínsins.
Í rafrettunni er það eingöngu nikótínið sem er ávanabindandi.
Þar af leiðandi er mun auðveldara að hætta eftir að hafa ánetjast einu en ekki 5000 þúsund mismunandi ávanabindandi efnum. Djákninn er með vökva sem aðstoðar fólk í að trappa sig niður frá sígarettunni. Svo er langt um ódýrara að vapea heldur en að reykja, svo ekki sé minnst á ógeðslegu lyktina og óþrifnaðinn sem kemur af sígarettum, sagði Gunnar.
Með komu Djáknans til Eyja lækkaði verð á nikotínpúðum um 30%-50%, dósin er á 990 krónur, mikið úrval er hjá þeim og allt er geymt í kæli. Ellefta hver dós er frí.
Er mjög annt um umhverfismál og leggur sitt af mörkum
Með innflutningnum fylgir mikið af umbúðum, pappa og plasti. Við viljum vera samfélagslega ábyrg og höfum því tekið upp umhverfisstefnu, segir Gunnar.
Í henni felst að Djákninn ábyrgist að allt plast, málmar og allur pappi sem fellur til hjá okkur fari í endurvinnslu.
Við seljum rafrettuvökva í hágæða PET/HDPE plastflöskum sem hægt er að endurvinna á auðveldan hátt. Við hjálpum viðskiptavinum okkar að taka þátt í að vernda umhverfið og bjóðum upp á endurvinnslubónus fyrir hverja flösku sem skilað er til okkar. Endurvinnslubónusinn virkar þannig að við veitum 200 kr. afslátt af næsta keypta vökva þegar þú skilar inn flösku.
Svo er nýjung hjá okkur sem tók gildi 1.nóvember 2020. Vegna frábærra móttaka við þessu þá bætum því við að einnig er nú hægt að skila inn gömlu/ónýtu vape græjunni og þú færð 350 kr. afslátt af nýrri vape græju.
Við höfum fengið frábærar móttökur því við höfum fengið á einu ári 3526 flöskur og því greitt 705.200kr í endurvinnslubónus og þeir sem nýta sér þetta er sífellt að fjölga.
Við höfum verið í samstarfi við Terra sem að sjá um að endurvinna fyrir okkur á umhverfisvænan hátt
Eingöngu er hægt að nýta endurvinnslubónusinn einu sinni á hvern vökva/vape, sem sagt flaska/vape á móti flösku/vape-i. Stærðin skiptir ekki máli, hvar eða hvenær flaskan/vape-ið var keypt.
Djákninn tekur við öllum ónýtum rafrettum, brennurum, batteríum o.s.frv. Við skilum því í endurvinnslu án kostnaðar fyrir okkar viðskiptavini.
Ef ákveðnir hlutir falla ekki undir að hægt sé að endurvinna þá, munum við sjá til þess að þeir verði flokkaðir og þeim fargað samkvæmt íslenskum förgunarreglum, sagði Gunnar.
Pabbi hætti á einni viku
Gunnar nefnir að mjög margir hafi hætt að reykja með aðstoð rafrettunnar með nikótíni, þar á meðal faðir hans sem hafi reykt lengi. Það hafi aðeins tekið hann eina viku. Þess vegna segir hann leiðinlegt að hlusta á neikvæða umræðu um rafrettur, m.a. frá Krabbameinsfélagi Íslands.
Að lokum, af hverju nafnið Djákninn? Fyrsta verslunin var opnuð á Akureyri og það lá vel við að nefna hana Djáknann sem er vel þekktur fyrir norðan. Við lærðum flest öll þar um Djáknann frá Myrká, segir Gunnar að endingu.