Díana Íva í 3. sæti í Miss Universe

Díana Íva lenti í 3. sæti keppninnar Miss Universe sem haldin var 23. október síðastliðinn. Díana er 26 ára Eyjamær sem er að læra hönnun og nýsköpun í Tækniskólanum ásamt því að vinna í Kjötkampaníinu og einnig sem hönnuður og markaðsstjóri hjá Íslensk Verslun í Kringlunni. Tígull hafði samband við Díönu og spurði hvernig Díönu leist á keppnina og hvernig hún fór fram.

Breyttist mikið við undirbúninginn  eftir að Covid byrjaði? Og þá hvernig? Þessi heimsfaraldur hafði áhrif á Miss Universe Iceland keppnina í ár eins og margt annað í samfélaginu. Keppnin átti upprunalega að vera í maí en var henni frestað tvisvar sinnum vegna covid og var lokakvöldið þann 23. október síðastliðinn. Æfingar stóðu því í rúmt hálft ár og voru þær á allt öðru sniði en vanalega þar sem líkamsræktarstöðvar lokuðu um tíma, tveggja metra regla tók gildi, fjöldatakmörkun og grímuskylda. Teymið stóð sig svo vel að tækla þessa erfiðu stöðu sem við vorum í og unnu hörðum höndum að hafa þetta tímabil eins þægilegt og skemmtilegt fyrir okkur og hægt var. Þau eiga svo sannarlega hrós skilið.

Hvað voruð þið margar í byrjun sem voru skráðar til leiks?  Og hvað voruð þið svo margar sem kláruðu til enda?

Í maí voru tilkynntar um 20 stúlkur, eftir að keppninni var frestað í fyrra skiptið voru tilkynntar þrjár stúlkur í viðbót. Vegna aðstæðna og frestunar voru nokkrar sem gátu því miður ekki klárað ferlið og enduðu alls 15 keppendur á sviði í Gamlabíó þann 23. október.

Nú er þetta í annað sinn sem þú tekur þátt? Af hverju að taka þátt aftur?

Þetta ferli hefur gefið mér svo mikið og hefur hjálpað mér á svo marga vegu. Ég er einfaldlega betri útgáfan af sjálfri mér. En það er alltaf pláss fyrir bætingu og setti ég mér það markmið í ár að ég vildi gera betur en í fyrra, ætlaði mér að ná topp fimm og ætlaði að vinna samning við Reebok – sem ég gerði! Ég vann Miss Reebok 2020 og komst í topp 5.

Og hvað er það sem þú hefur mest lært eða tekið út úr þessari keppni?

Fyrir utan þann vinskap sem hefur blómstrað út frá þessum keppnum og þeim tækifærum sem mér hafa borist þá hef ég þroskast og byggt sjálfa mig upp á þessum tíma. Ég sé að ef maður leggur sig virkilega fram og vinnur fyrir hlutunum þá áorkar maður. Ég er betri útgáfa af sjálfri mér og hef aldrei liðið jafn vel og verið jafn stolt af því að vera ég sjálf.

Í dag er fegurðarsamkeppni svo miklu meira en var hér áður fyrr, getur þú aðeins sagt okkur út á hvað keppnin gengur?

“Fegurðarsamkeppnir” í dag snúast miklu meira um hvernig þú berð þig og hvað þú hefur að segja heldur en útlit. Við erum allar með einhvern málstað sem við viljum koma á framfæri og þessi keppni gefur okkur vettvang til þess. Fyrir lokakvöldið mætum við í dómaraviðtöl þar sem við þurfum að svara spurningum um okkur sjálfar. Fyrri hluti keppninnar erum við að labba um sviðið og sýna okkar útgeislun, en síðari hluti keppninnar erum við bara að tala um okkur og okkar málstað.

Hvernig var svo tilfinningin að vera í topp 5?

Ertu sátt með þriðja sætið og hvað er það að gefa þér í framhaldinu?

Hún var mögnuð! Það að öll þessi vinna sem ég lagði í þetta hafi borgað sig er eitt og sér sigur fyrir mig. Ég gæti ekki verið sáttari með þann árangur sem ég náði. Ég fékk titilinn Miss Reebok. Því fylgir árskort í líkamsræktarstöðvar þeirra, 200.000kr inneign í verslun þeirra ásamt árs samningi hjá þeim sem andlit Reebok 2020.

Þökk sé MUI hefur mér borist svo mörg tækifæri að koma sjálfri mér á framfæri og bauðst mér atvinna í því sviði sem ég hef áhuga á. Ég mæli með að allar þær ungu dömur sem hafa tök á að nýta sér þetta tækifæri.

Vil enda þetta á því að þakka öllum þeim sem eru mér nánastir fyrir allan þann stuðning sem þið veittuð mér í þessu ferli og þakka Manuelu og hennar teymi fyrir allt sem þau hafa gert fyrir mig á þessu síðastliðna ári. Hjartað mitt er fullt af ást og þakklæti til ykkar allra.

 

Ljósmyndirnar úr keppninni tók Arnór Trausti.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is