05.12.2020
TUFF Ísland (KIND20) sem er aðili að alþjóðlegu góðgerðarsamtökunum tuff.earth, Samfés, landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa og Tvær grímur hafa tekið höndum saman og senda landsmönnum skilaboð umhyggju og góðvildar.
Búið er að útbúa umhyggjuhefti með fjölbreyttum og skemmtilegum hugmyndum og verkefnum sem fólk á öllum aldri, fjölskylda og vinir, geta tekið þátt í saman. Með þessu framtaki viljum við gefa fólki hugmyndir að verkefnum sem stuðla að aukinni samveru á tímum þar sem aðstæður eru aðrar en við eigum að venjast og erfitt getur verið að halda í jólahefðir vegna heimsfaraldurs.
Okkur er sérlega umhugað um stöðu ungs fólks, þeirra velferð og vellíðan. Því teljum við að nauðsynlegt sé að taka höndum saman með því að taka þátt í þessu verkefni þar sem að áhersla er lögð á umhyggju, góðvild og samveru.
Viljum við senda landsmönnum skilaboð umhyggju og góðvildar og vonumst til að aukin samvera færi hinn sanna hátíðaranda inn á heimili landsins.
Hægt er að nálgast umhyggjuheftið hér Eftirtalin félaga- og góðgerðarsamtök standa að verkefninu; TUFF Ísland (KIND20) sem er aðili að alþjóðlegu góðgerðarsamtökunum tuff.earth , Samfés, landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi.
Tvær Grímur – Fjöllistahópur sem stendur fyrir fræðslu og menningar- og listtengdum viðburðum.
Nánari upplýsingar um verkefnið veita:
Linda Baldvinsdóttir leiðtogi KIND20 á Íslandi linda@manngildi.is S: 847-8150.
Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samfés samfes@samfes.is S.897-5254.
Guðný Lára Gunnarsdóttir, stjórnandi Tvær Grímur vetrarkvold@gmail.com S. 866-3059.