20.05.2020
Eydís Torshamar hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin í starf deildarstjóra á Hraunbúðum.
Eydís útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri 2013 og hefur unnið á Hraunbúðum síðan í apríl 2017 en einnig starfaði hún þar sem hjúkrunarnemi. Í millitíðinni starfaði Eydís í Danmörku á bráðamóttöku geðdeildar þar í landi.
Eydís stundar nú nám með vinnu í Öldrun og heilbrigði frá Háskólanum á Akureyri, hún hefur einnig lokið mörgum námskeiðum m.a er snúa að samskiptum.
Við óskum Eydísi til hamingju með breytta stöðu á Hraunbúðum og vitum að hún mun koma til með að styrkja okkur í faglegum vinnubrögðum og framúrskarandi umönnun heimilisfólksins.
