Hinn goðsagnakenndi markvörður David James verður heiðursgestur á leik ÍBV og Fram sem fer fram á laugardaginn kl 16:00 á Hásteinsvelli. Í tilefni þess að nú eru liðinn 10 ár frá því að hann spilaði með ÍBV.
David er eyjamönnum góðkunnur en hann lék með ÍBV á tímabilinu 2013. Alls spilaði hann 23 leiki með félaginu við afar góðan orðstír.
David er einnig einn leikjahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 572 leiki og á einnig 53 leiki fyrir enska landsliðið. Það má því með sanni segja að hann sé goðsögn í boltanum.
David er nú þekktur fyrir að taka lífinu ekki of alvarlega svo það er aldrei að vita nema hann taki sér stöðu í markinu og leyfi nokkrum heppnum að taka víti á sig.