Þriðjudagur 23. júlí 2024

Daníel Geir Moritz

Fjölskylda: Sigurleif Kristmannsdóttir, Kristrún Día og Inga Margrét.

Hvaða hefðir tíðkast í fjölskyldunni í kringum jólin?

Við borðum skötu í hádeginu á Þorláksmessu og pizzu um kvöldið. Á Aðfangadag er möndlugrautur nauðsyn en hjá okkur togast aðeins á færeyskur jólagrautur, sem er hefð frá fjölskyldunni minni, og risalamande, sem er hefð í Leifu fjölskyldu. Þrátt fyrir að sá færeyski sé mikið betri eru báðar útgáfur á boðstólnum. Við förum í kirkju á jólum, auðvitað, og svo reynum við að horfa á jólamyndir þegar tími gefst til. Það er sama hvað maður horfir á margar jólamyndir að Home Alone hefur hingað til ekki verið toppuð. Það er hlustað á jólalög nánast allt haustið og þar er ég lang ýktastur, enda mikill jólalagamaður. Á Aðfangadagskvöld höfum við farið til tengdó upp í Hrauntún að borða það sem þau kalla lambahamborgarhrygg. Sko, þar sem Vestmannaeyingar tala um tríkot, þvottaRhús (sem er sumsé herbergi fyrir þá bara einn þvott) og allt of oft fyrir bakvið, beið ég spenntur eftir að 

vita hvað lambahamborgarhryggur væri. En það er sumsé léttreyktur lambahryggur, og hann er geggjaður. Á jóladag förum við í kaffiboð til Siggu Ingu, másu. Annan í jólum er svo karllægur siður hjá mér þar sem 

Leifa og stelpurnar fara eitthvert í heimsókn á meðan ég býð góðum mönnum í Jóla-Moritz. Á þeirri hátíð er boðið upp á villibráð, síld, graflax o.fl. ásamt svellköldum og enska boltanum. 

Við höfum líka tamið okkur að skrifa jólakort og pælið í því hvað það væri skemmtileg hefð ef allir myndu gera það. Fátt skemmtilegra en að lesa góðar kveðjur um miðnætti á aðfangadagskvöld.

Hvenær byrjið þið að setja upp jólaljós?

Við (eða Leifa) byrjum að setja upp jólaljós um svipað leyti og fyrsti í aðventu gengur í garð. Í fjölskyldunni minni fyrir austan var árleg jólaskreytingakeppni og kepptust þá pabbi og bræður hans við lægvísa ættingja þar sem skreytt var úr öllu hófi. Markmið þeirrar keppni var tvíþætt; annars vegar að gera eitthvað skemmtilegt fyrir okkur krakkana (þótt að þeim hafi pottþétt fundist þetta ennþá skemmtilegra en okkur) og að reyna að fá fólk á Norðfirði til að skreyta meira og gera bæinn jólalegri. Það fór þá svo að þegar húsin í ættinni hættu að skera sig jafn mikið úr var keppni hætt. Við unnum samt oftast, en ekki að maður sé að spá í það svona þannig.

Hvenær er jólatréð skreytt?

Jólatré er skreytt á Þorláksmessu og helst við tóna Bubba Morthens. Það er alger snilld.

Er mikill munur á hefðum núna og þegar þú varst lítill og hvað þá helst?

Í grófum dráttum er lítill munur. Ég kem úr rosalega mikilli jólafjölskyldu og Leifa líka. Við erum því mikil jólafjölskylda með okkar dætur. Það er samt munur á að fyrir austan eru stanslaus jólaboð og veislur á meðan þetta er rólegra hér í Eyjum. Sem sannarlega hefur sína kosti líka.

Er eitthvað sem má alls ekki sleppa í kringum jólahátíðina?

Hin svokölluðu jólarjómahorn eru algerlega ómissandi. Það er laglega uppskrúfað heiti frá móður minni á fyrirbæri sem fólk kallar skinkuhorn. Þau eru vissulega í smá sparifötum í þessari uppskrift og algerlega ómissandi á jólunum. Mér finnst líka ómissandi að fá mér skötu og að fara í kirkju. Ég hef aldrei skilið fólk sem á enga tengingu við jólasöguna eða kirkjuna þegar kemur að jólum. Án þess að við ræktum trúna á fullu allt árið um kring, þá er það einhvern veginn órjúfanlegur hluti af jólunum. En svarið sem mig langaði mest að koma með er auðvitað jólabjórinn, bara svo því sé haldið til haga.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search