Dagur reykskynjarans er í dag

01.12.2020

Þennan dag er gott að nota til þess að fara yfir ALLA reykskynjara á heimilinu.
-skipta um rafhlöðu
-yfirfara og prófa
-endurnýja ef þörf krefur
-og fjölga
Reykskynjarar eru ein ódýrasta líftrygging sem hægt er að kaupa og eiga að vera til allstaðar, hvort sem um er að ræða einfalda skynjara með rafhlöðum eða skynjara sem tengdir eru viðvörunarkerfum.
Mikilvægt er líka að vera með fleiri en einn skynjara á heimilum og lang best er að vera með reykskynjara í hverju rými.
Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning í margs konar raftækjum s.s. símum, tölvum, sjónvörpum o.fl sem nánast eru orðin staðalbúnaður í hverju herbergi og samhliða því getur hættan á bruna vegna þessara tækja aukist m.a. vegna ofhitnunar, bilunar o.fl.
Gefum okkur smá tíma í að fara yfir þetta litla en mikilvæga tæki sem er marg búið að sanna gildi sitt í gegnum árin.
Notum tækifærið í leiðinni og förum líka yfir slökkvitækið og flóttaleiðirnar.
ERT ÞÚ EKKI ÖRUGGLEGA MEÐ ÞETTA ALLT Á HREINU???

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is