16.11.2020
Degi íslenskrar tungu var fagnað með fjölbreyttum hætti um land allt í dag.
Hátíðarhöld og verðlaunaafhending Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar voru þó með óhefðbundnum hætti þetta árið vegna sóttvarnaráðstafana.
Hátíðardagskrá ráðuneytisins var miðlað með streymi en þau fóru fram í Hörpu, útsendingin hófst kl. 16.
Þar flutti Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarp og tilkynnti um verðlauna- og viðurkenningarhafa Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar árið 2020.
Það var Gerður Kristný sem hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar 2020. Við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag.
Í samtali við mbl.is segir hún viðurkenninguna hafa komið sér ánægjulega á óvart og tekur fram að gaman sé að bætast í hóp þeirra sem hlotið hafa verðlaunin frá því þau voru fyrst veitt Vilborgu Dagbjartsdóttur 1996 þegar 189 ár voru liðin frá fæðingu Jónasar.
Landsmenn eru hvattir til þess að fagna deginum með sínum hætti og vitað er að fjölmargir skólar munu til dæmis nota tækifærið og hafa íslenskt mál í öndvegi nk. mánudag líkt og hefð er fyrir.
Grunnskóli Vestmannaeyja var með tvo flotta krakka sem lásu upp ljóð eftir Jónas Hallgrímsson
Þessi frábæru lesarar, Hákon Tristan og Rebekka Rut nemendur í 8.bekk, áttu að lesa í Eldheimum í dag á þessum merkisdegi fyrir fullu húsi af fólki. Grunnskólki Vestmannaeyja látum C-19 ekki slá okkur út af laginu og gáfum við þeim tækifæri á að lesa upp ljóðin sín eftir Jónas Hallgrímsson.
Þess má einnig geta að nemendur í GRV fá tækifæri til að vinna með tungumálið í allan dag á fjölbreyttan máta.
Smella má á myndirnar til að fara inn á facebooksíðu skólans til að hlusta á upplesturinn.