Föstudagur 1. desember 2023

Dagur í lífi trillukarls – heimildarmynd eftir Ágúst Halldórsson

10.05.2020

Ágúst Halldórsson setti saman dag í lífi trillukarls, og auðvitað eins og allt sem hann Ágúst kemur nálægt þá er þetta algjörlega frábær heimildarmynd hjá honum.

Tígull þakkar honum fyrir að lofa okkur að deila því með ykkur, við gefum Ágústi orðið:


Nú er fyrsta vikan búin á strandveiðunum hjá Júlíu VE 163 og allir dagar verið bingó hjá Ragnari Þór. Ég fékk að skottast með á fimmtudaginn og ákvað að taka upp myndband sem myndi heita Dagur í lífi trillukarls.

Ég er svipaður og frændur mínir Kristján Óskarsson og Leó Oskarsson og hef mjög gaman af því að taka upp svona myndbönd. Og þá sérstaklega fyrir sögulega gildið eins og þeir.

Ég geri mér alveg grein fyrir því að það eiga kanski ekki margir eftir að horfa á þetta sautján mínútna myndband í símanum sínum en mér er svo sem alveg sama.
Því ég ger rétt ímyndað mér hvað það verður gaman fyrir fólk að skoða þetta eftir tíu eða jafnvel hundrað ár.

Pælið í því hvað það væri geggjað að eiga svona myndband af Hannesi Lóðs eða Þorsteini í Laufási þegar vélbátaútgerðin var að hefjast í Vestmannaeyjum.

Þannig að ef þið viljið skyggnast inn í líf trillumannsins á þessum flotta sunnudegi, gjörið svo vel.
Endilega varpið þessu í sjónvarpið og leyfið krökkunum að sjá að fiskur kemur ekki tilbúinn með rasp utan á sér.

Kveðja Ágúst Halldórsson.

Hér má sjá Ágúst við myndatökur og þá feðga vinna á fullu. Myndina tók hann Óli Már ( Ólafur Már Harðarson )

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is