DAGUR FRAMLENGIR!
Við flytjum þær gleðifréttir að Dagur Arnarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV.
Dagur hefur verið lykilmaður í liðinu okkar og við erum ótrúlega ánægð með að hafa tryggt okkur krafta hans áfram í baráttunni í Olís-deildinni næstu ár.
Eins og flestir vita er Dagur mjög fjölhæfur leikmaður, bæði skorari og svo er hann mjög iðinn við að finna liðsfélaga sína í góðum færum. Dagur hefur undanfarið vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í Olís-deildinni og hefur hann stjórnað sóknarleik liðsins eins og herforingi.
Við óskum Degi til hamingju og hlökkum til áframhaldandi samstarfs segir í tilkynningu á facebooksíðu handboltans í dag.