5 sólahringar búnir í föstu
Þessi dagur var keppnis. Ég fór í margvíslegar rannsóknir niður á spítala, tvær blóðprufur og ýmis tjekk.
Mér hefur liðið mjög vel í allan dag, besti dagurinn án vafa. Ekkert slegið niður og ekkert upplifað vanlíðan. En lyktarskynið mitt! Vá ég er orðinn eins og hundur, ég finn lykt af öllum mat, alveg sama hvar hann er.
Ég tók létta æfingu í dag: 40 armbeygjur, 50 magaæfingar og 40 hnébeygjur og leið vel, fékk smá orkubúst meira að segja við að reyna á skrokkinn.
Það er ekki komið út úr öllum blóðprufum en seinni blóðprufan er komin sem hjúkrunarfræðingurinn systir mín tók. Þar kom í ljós að ég væri aðeins súr, með lækkuð pH gildi en ekkert á neinu alvarlegu stigi. Flest annað kom vel út t.d. að sölt, natríum og kalíum osfrv væri í góðu standi. Ég er með óvenju hátt blóðmagn (hemóglóbín) sem er fróðlegt.
Slímhúð er fín, ég er ekki með bjúg og já líður bara ótrúlega vel. Blóðþrýstingur var 124/81 sem er mjög fínn blóðþrýstingur (eins og í heilbrigðum ungling segir systir mín mér).
Áhugavert er að hvíldarpúlsinn minn hækkaði á 2 sólahring í föstu og hefur haldist um 8 slögum hærri á mínútu. Hann er vanalega 58 slög á mínútu en hefur verið um 66 í föstunni.
Mér leið líka mjög vel á fimmta degi föstu síðast.
Mínar mælingar eru líka áhugaverðar:
Ketónar: 7,1 mmol/L (var 6.0 í gær), þetta er talan sem ég bjóst við í gær. Núna er skrokkurinn á mér að brenna fitu eins og Kapítalistaverksmiðja. Enda sést það á þyngdartölunum.

Glúkósi: 4,2 mmol/L (var 4,6 mmol/L í gær). Glúkósi er því áfram í jöfnu og góðu standi innan heilbrigðra vikmarka.
Þyngd: 78,5 kg (80,2 kg í gær). Ég byrjaði föstu í 84,1 kg þannig að ég hef nú misst 5,6 kg á 5 sólahringum. Ég reikna með að núna verði þyngdartölurnar ansi dramtískar á hverjum degi því ég er kominn í „ofurbrennslu“.
Þessa upplýsingar eru teknar af facebookar síðu Tryggva.