Miðvikudagur 27. september 2023

Dagskrá sjómannahelgarinnar byrjar í dag með sýningu Óskars Péturs í Vigtinni Bakhúsi kl 16:00

03.06.2020

Óskar Pétur fyrstur til að sýna í Vigtinni Bakhúsi

„Það má segja að ég taki upp þráðinn frá í september á síðasta ári þegar ég sýndi lítið brot af myndum mínum í sýningarröðinni Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt,“ segir Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari um sýningu sem hann verður með í Vigtinni Bakhúsi um Sjómannadagshelgina.

Vigtin Bakhús er bakarí sem Birgir Sigurjónsson opnaði 22. desember sl. og er nafnið við hæfi því þar var gamla Fiskiðjuvigtin til húsa í áratugi. Út um stóra gluggana blasa við Vigtartorgið, austurhöfnin og Heimaklettur í öllu sínu veldi. Já, útsýnið getur varla verið tilkomumeira en lengi má gott bæta og það ætlar Óskar Pétur að gera með myndum sínum.

„Í haust sýndi ég myndir frá höfninni, skipin og sjómennina. Ætli ég prjóni ekki frekar við það stef. Höfnin hefur alla tíð verið hluti af lífi mínu í leik og starfi. Þar lék maður sér sem krakki, var á sjó, í netagerð og smíðavinnu sem oftar en ekki var við höfnina. Núna er ég að vinna í Hampiðjunni sem er á bryggjukantinum í norðurhöfninni. Og myndavélin aldrei langt undan.

Ég byrjaði að taka myndir á fermingardaginn, 14. maí 1972. Fékk tvær myndavélar í fermingargjöf, hinar frægu Kodak Instamatic sem margir á mínum aldri muna eftir. Frægasta myndavél sögunnar með kassettu og kubb, myndavél sem Stuðmenn gerðu ódauðlega í myndinni Með allt á hreinu. Þetta voru, minnir mig, tólf mynda kassettur og gat tekið nokkra daga að taka myndir á eina kassettu,“ segir Óskar Pétur um þessa frumraun sína í ljósmyndun. Síðan hefur hann fylgt tækninni eftir og notar stafræna myndavél í dag.

Færri komust að en vildu á sýninguna í haust og segir Óskar Pétur að það hafi verið ánægjulegt en líka pínu sárt. 

„Núna verður sýningin opin í nokkra daga og allir velkomnir. 

Ég hlakka til og vonast til að sjá sem flesta á Vigtinni Bakhúsi en sýningin verður opnuð miðvikudaginn 3. júní kl. 16:00.“ 

Veitingaaðstaðan á Vigtinni er björt og skemmtileg og þarna er Birgir að fara inn á nýja braut. 

„Hér er lifandi útsýni og myndirnar hans Óskars verða mjög góð viðbót við það. Þetta er fyrsta sýningin hér og örugglega ekki sú síðasta. Ég hlakka mikið til og get varla beðið eftir að sjá hvernig þetta kemur út,“ segir Birgir sem er ánægður með viðtökurnar fyrstu fimm mánuðina. 

„Okkar sérstaða er súrdeigsbrauðin sem verða sífellt vinsælli. Við erum svo með kökur og bakkelsi af öllum gerðum. Allt unnið úr lífrænu hráefni.“ 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is