04.06.2020
Dagskrá Sjómannadagshátíðarinnar heldur áfram í dag, fimmtudag. Tveir dagskráliðir eru á dagskránni í dag.
FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ
16.00 Hvíta húsið.
Myndlistarfélag Vestmannaeyja verður með opið hús í Hvíta húsinu.
Allar vinnustofur opnar og tekið á móti gestum. Þennan dag verður opið til klukkan 18.00. Um helgina er opið frá kl. 14.00 til 18.00.
18.00 Ölstofa The Brothers Brewery.
Sjómannabjórinn 2020 – Óskar (Háeyri) kemur á dælu við hátíðlega athöfn.
Opið 16.00 til 23.00.
Flest allar verslanir í bænum eru opnar til kl 23:00 í kvöld og erum að bjóða upp á allskonar tilboð.