Dagskrá dagsins í dag laugardag, dorgveiðikeppni, sjómanndagsfjör, fótbolti, þyrluflug, myndataka og myndlistasýningar

06.06.2020

11:00 – dorgveiðikeppni Sjóve og Jötuns á Nausthamarsbryggju – vegleg verðlaun, stærsti fiskur, flestir fiskar og fl. Svali og Prins póló fyrir þátttakendur.

12:00 – 17:00 – 1000 Andlit Heimaeyjar á Leturstofunni við Strandveg 47

Bjarni Sigurðsson og Leturstofan eru að fara af stað með menningar- og listaverkefni sem heitir Þúsund andlit Heimaeyjar.
Hugsunin á bakvið verkefnið er þannig að íbúum Vestmannaeyja ásamt þeim sem hafa tengingu þangað gefst kostur á að koma í myndatöku og fá mynd af sér.

Myndatakan verður að kostnaðarlausu fyrir þátttakendur og fá allir rétt til að birta sýna mynd á samfélagsmiðlum. Einnig verður boðið upp á mynd í fullri stafrænni upplausn eða prentaðri útgáfu, þá gegn vægu gjaldi.
Þegar safnast hafa saman myndir af yfir 1000 ólíkum andlitum Heimaeyjar verður haldin sýning þar sem samansafn af öllum þessum myndum verður til sýnis. Nánar er hægt að lesa um viðburðin á facebooksíðu verkefnisins.

13:00 – Verður boðið upp á stórkostlegt útsýnisflug yfir hina fögru Heimaey. Flogið verður frá Vestmannaeyjaflugvelli og tekin stór hringur um eyjuna á glæsilegri þyrlu frá Reykjavík Helicopters.

Verð aðeins kr. 10.000,- á mann og rennur hluti andvirðisins til Björgunarfélagsins!

13:00 – Sjómannadagsfjör á Vigtartorgi – Séra Viðar Stefnánsson blessar daginn. Kappróður, koddaslagur, tuðrukvartmíla, lokahlaup, sjómannaþraut, foosball völlur á staðnum, þurrkoddaslagur. Risa sundlaug með fjarstýrðum bátum og hoppukastalar fyrir krakkana. Ribsafari býður ódýrar ferðir. Drullusokkar mótuhjólaklúbbur verður með opið á skipasandi og sýna fáka sína ef veður leyfir.

14:00 – 18:00 – Listasýningar, Hvíta húsið – sjávarútvegur fyrr og nú, Skipasandi – Heppnasti tengdapabbi í heimi og úteyjarnar, Í Einarsstofu er málverkasýning – Sjór og sjómennska, svo er opið í Sagnheimum, byggðarsafni og einnig náttúrugripasafninu við Heiðarveg.

14:30 – ÍBV – KA á Hásteinsvelli.

16:00 – 23:00 – Ölstofan The Brothers Brewery og Lundinn er opin frá 16 og þar til Víðir leyfir ( 23:00 )

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is