29.02.2020
Daði og Gagnamagnið eru framlag Íslands til Eurovision sem fer fram í Hollandi í ár. Úrslitin voru gerð ljós rétt í þessu á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Laugardalshöll.
Daði og Gagnamagnið kepptu í úrslitaeinvígi við Dimmu í úrslitaeinvígi en örlítil töf varð á einvíginu eftir að tæknileg vandræði komu upp við fyrstu tilraun Daða og Gagnamagnsins við flutninginn en eyjapeyinn Viktor tæknimaður var á staðnum og kippti þessu í lag.
Óskum þeim til hamingju.