Guðrún H

D-listinn til sigurs í Eyjum

Ég sótti Vestmannaeyjarnar fögru heim á dögunum og fylltist strax mikilli bjartsýni fyrir hönd
Sjálfstæðisflokksins vegna kosninganna á laugardaginn kemur. Ég fann kraftinn í okkar fólki
og sá hversu sterk liðsheild frambjóðendur flokksins í bænum eru. Hugmyndaauðgin mikil og
metnaðurinn fyrir hönd bæjarfélagsins sömuleiðis.

Við þingmenn og ráðherrar sjálfstæðismanna áttum góð og innihaldsrík samtöl við
frambjóðendur og bakvarðasveit þeirra í Eyjum þar sem mörg mál voru rædd sem við
sameiginlega munum beita okkur fyrir af fullum krafti. Má þar til dæmis nefna samgöngur og
þá sérstaklega flugsamgöngur, fjölgun verkefna hjá embætti sýslumanns, sjúkraþyrlu sem yrði
staðsett í Eyjum og myndi þjóna Suðurlandi allt austur til Hafnar, fjölgun verkefna á
sjúkrahúsinu, hjúkrunarheimilið, aukið raforkuöryggi og vatnsflutninga til Eyja.
Allt eru þetta verkefni sem við Sjálfstæðismenn setjum á oddinn og vinnum sameiginlega að
með heimamönnum.

Ég hvet kjósendur til að kynna sér stefnumál D-listans og styðja öflugt fólk þar til góðra
verka. Það var, er og verður bara einn Sjálfstæðisflokkur í Vestmannaeyjum. Eina leiðin til að
styðja hann er að setja X við D. Því er haldið að kjósendum í Eyjum að til sé einhvers konar
pólitískt hliðarsjálf sjálfstæðismanna sem standi þeim líka til boða. Sú er ekki raunin. Sjaldan
hefur verið ríkari ástæða en einmitt nú til að varast eftirlíkingar þegar í kjörklefann er komið!
Sjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum á sér langa, farsæla og árangursríka sögu sem
liðsmenn hans þar og annars staðar á landinu horfa stoltir til. Sjálfstæðismenn eru sem fyrr
reiðbúnir til verka með að markmiði að efla og styrkja þetta góða samfélag enn frekar.
Við þökkum höfðinglegar móttökur Eyjamanna og hlökkum til að heimsækja ykkur aftur til
áframhaldandi samstarfs og uppbyggilegs samtals.

Saman náum við árangri – fram til sigurs í kosningunum á laugardaginn!

Guðrún Hafsteinsdóttir
1. þingmaður Suðurkjördæmis

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search