Cúán Greene verður gestakokkur á Slippnum á sjávarréttarhátíðinni MATEY 21 – 23. september 2023.
Cúán er írskur kokkur og eigandi ÓMÓS Digest í Írlandi. Hann hefur áður unnið á mörgum af bestu veitingastöðum í heimi á borð við Michellin staðina Noma og Geranium. Hann var einnig yfirkokkur á veitingastaðnum Bastille í Dublin.
Cúán vinnur mikið með staðbundið hráefni í árstíð líkt og gert er á Slippnum en markmið hans með þátttöku á Matey er að bjóða fólki að upplifa samblöndu á írskri og íslenskri matarmenningu þar sem margt sameiginlegt er í hráefnum landanna. Cúán er þekktur fyrir að hugsa út fyrir boxið og veita ógleymanlegar matarupplifanir.