Herjólfur - Tígull

Covid hjá ferðamönnum um borð í Herjólfi í gær

Tilkynning frá Herjólfi ohf:

Í gær greindust ferðamenn sem voru að ferðast með ferjunni kl. 10:45 frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja með Covid 19. Ferðamennirnir fengu jákvæðar niðurstöður úr sýnatöku er komið var til Vestmannaeyja.

Starfsfólk Herjólfs fékk upplýsingar um smitin eftir að langt var af stað frá Vestmannaeyjum í ferð kl. 12:00. Að því sögðu biðjum við bæði farþega sem voru að ferðast með okkur kl. 10:45 frá Landeyjahöfn og kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum að huga vel að sér, vera meðvituð ef einkenni birtast og fara í sýnatöku.

Starfsfólk Herjólfs fékk leiðbeiningar frá bæði sóttvarnalækni Suðurlands og rakningateyminu um næstu stref og fylgt var ákveðnum vinnureglum. Ferjan og afgreiðslustaðir okkar voru þrifin og sótthreinsuð í kjölfari.

Hópurinn var ekki búinn að fá niðurstöður þegar þau lögðu af stað í dagsferð til Vestmannaeyja í gærmorgun. Hópurinn var enn í rútunni sinni þegar fréttirnar komu og höfðu þau því ekki komið á aðra staði hér í Vestmannaeyjum.

Aftur viljum við biðla til fólks sem bíður eftir niðurstöðum úr sýnatöku eða sýna flensueinkenni að vera ekki að ferðast með ferjunni. Sé nauðsynlegt að komast milli lands og Eyja, skal hafa samband við afgreiðslu okkar í síma 4812800 til þess að gera frekari ráðstafanir. Þá er mikilvægt að fylgja að öllu leyti fyrirmælum stýrimanns þegar til skipsins er komið.

Einnig biðlum við til farþega að huga vel að eigin sóttvörnum og fara varlega.

Herjólfur ohf leggur mikla áherslu á að gæta ítrustu varkárni vegna veirunnar og leggur áherslu á morgun taka og sýna samfélagslega ábyrgð vegna þessa vàgests.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is