Staðan er áfram almennt góð í Eyjum segir Davíð Egilsson.
Áfram eru undir 10 einstaklingum sem eru skráðir í einangrun.
Það greindist smit hjá nemanda í grunnskólanum sem talið er að hafi borist gegnum landamærin. Fáir nemar eru útsettir, en gripið hefur verið til viðeigandi ráðstafana og skólastjórnendur unnið með smitrakningarteyminu.
Einhver hópur barna er í smitgát og sóttkví, flest úr sama árgang. Ég er bjartsýnn á að þetta sé afmarkað smit en það kemur betur í ljós í sýnatökum við lok sóttkvíar og smitgátar.