Elísa Viðarsdóttir mælir með þessum orkubitum. Uppskriftin er fengin frá Berglindi – grgs.is
Hráefni:
150 g möndlur
2 msk chia fræ
2 msk hemp fræ
2 msk hörfræ
3 msk graskersfræ
1 msk kakó
2 tsk kanill
2 skeiðar Amino Marine Collagen frá Feel Iceland
165 g döðlur, mjúkar
165 g lakkrísdöðlu
100 g dökkt súkkulaði
Aðferð:
Látið möndlur í matvinnsluvél og malið fínt.
Bætið hinum hráefnunum, að döðlum og súkkulaði undarskildu, í matvinnsluvélina og blandið vel saman. Bætið við 1 msk af heitu vatni ef gengur erfiðlega að blanda saman. Bætið svo döðlunum saman við og blandið saman.
Látið blönduna í form með smjörpappír og þrýstið blöndunni niður.
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.
Látið í kæli/frysti þar til súkkulaðið hefur storknað.
Skerið í bita og geymið í loftþéttum umbúðum í ísskáp/frysti.