Miðvikudagur 7. júní 2023

Clara Sigurðardóttir best í sumar og spilar nú með U19 landsliði Íslands í undankeppni EM 2020

Tígull hafði samband við Clöru Sigurðardóttur sem að fékk viðurkenninguna besti leikmaður sumarsins á lokahófi ÍBV um síðustu helgi. U-19 landslið Íslands í knattspyrnu kvenna leikur nú í undankeppni EM 2020. Clara Sigurðardóttur var valin í lokahóp og leikur nú með landsliðinu í undankeppninni hér á landi dagana 2.-8.október. Fyrsti leikur af þremur er lokið og var hann gegn Grikklandi en þær sigruðu 6 – 0. Ísland mætir næst Kasakstan á laugardaginn og fer sá leikur fram á Würth vellinum og hefst kl. 14:00.

Við sendum á hana Clöru nokkrar spurningar fengum aðeins að kynnast henni betur.

Nafn: Clara Sigurðardóttir
Aldur: 17 ára
Fjölskylda: Berglind Sigmars, Siggi Gísla, Sigmar Snær, Anton Frans og Matthías

Hvað er helst á döfinni hjá þér eftir að tímabilinu lauk?
Er að klára u19 landsliðsverkefni eftir það þá kemur smá pása sem maður nýtir í einhvað skemmtilegt ætla skella mér til San Francisco það er svona eina á planinu

Hvernig verður veturinn hjá þér?
Bara sinna skólanum, dugleg að æfa halda sér í formi og hafa gaman að þessu

Hvernig sérðu næsta sumar fyrir þér?
Held að næsta sumar verður mjög skemmtilegt og vonast eftir fullt af sigrum

Ertu að æfa með einhverju liði?
Eftir að tímabilinu lauk þá fór ég strax í landsliðsverkefni og æfi bara með þeim þannig nei ekki eins og er

Ertu í skóla? Í hvaða skóla og hvað ertu að læra?
Er á fèlagsvísindabraut í Flensborg í Hafnafirði

Hvar sérðu þig eftir tíu ár?
Jii veit ekki er ekki farin að hugsa svona langt vonandi menntuð að hafa það gott en maður veit aldrei

Hvað er best á pizzu?
Ananas

Hver er erfiðasti andstæðingurinn þinn?
Það var ein hrikalega góð í norska u19 liðinu man reyndar ekkert hvað hún heitir en hún var mjög góð ég man það

Hver er besta vinkona þín í landsliðinu og hjá félagsliði?
Þennan titil fær herbergisfélagann minn Birta Georgs annars eru allir liðsfélagarnir mínir frábærir

Hver er þín helsta fyrirmynd í fótboltanum?
Tek smátt og smátt til fyrirmyndar af mörgum knattspyrnu mönnum/konum og spila svo bara minn leik

Hvaða aðra stöðu á vellinum gætiru séð sjálfa þig spila fyrir utan það sem þú ert vön að spila?
Bara allt sérstaklega framherji en held ég yrði ánægð bara hvar sem er svo lengi sem það er inná vellinum

Uppáhalds morgunmatur?
Lucky charms

Hver er besti leikmaður sem þú hefur spilað með?
Cloe lacasse

Hvaða þætti ertu að horfa á og hvaða þáttum mælir þú með?
Er mikið að horfa á modern family og dr phil undanfarið en mæli með The sinner

Hver er skemmtilegasti staður sem þú hefur farið til?
Elska að fara til Ítalíu

Uppáhalds tónlist?
Bara eitthvað af öllu

Uppáhald snapparinn?
Bríet Ómars á það til að vera soldið fyndin

Möst að fylgjast með á Insta?
Mömmu minni b.sigmars mæli hiklaust með, svaka virk

Uppáhalds markið þitt?
Fyrsta landsliðs markið mitt útí Aserbaídsjan

Ertu stressuð fyrir einhverja leiki?
Já oftast smá stress en það er fínt

Ertu með ákveðna rútínu fyrir leiki?
Nei ekkert ákveðið reyni bara chilla, borða og drekka mikið vatn

Hvaða þrjá leikmenn úr ÍBV myndiru taka með þér á eyðieyju og afhverju?
Önnu young því hún er meistari, Sísí til að halda okkur á lífi og Sirrí Sæland því hún er líka meistari

Ef þú mættir velja þér einn ofurhetjukraft, hvaða kraft yrði fyrir valinu?
geta flogið það er örugglega alveg næs

Hver er flippuðust í liðinu?
Það eru þær Emma kelly, Anna Young og Sirrí Sæland

Tígull þakkar Clöru fyrir og um leið óskum henni innilega til hamingju með árangurinn.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is