17.02.2020
Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hóp fyrir þrjá æfingaleiki á La Manga, Spáni.
Eyjadaman Clara Sigurðardóttir sem er komin til Selfoss var valin í hópin ásamt Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving sem ÍBV er með að láni frá Val.
Liðið mætir Sviss 5. mars, Ítalíu 7. mars og Þýskalandi 9. mars.
Um er að ræða undirbúning liðsins fyrir milliriðla undankeppni EM 2020, en Ísland er þar í riðli með Skotlandi, Rúmeníu og Hollandi og er leikið í apríl.