Sunnudagur 25. september 2022

Byrjað að rampa upp Vestmannaeyjar

Aðgengi á Íslandi er oft mjög takmarkandi fyrir hreyfihamlaða. Því er mikilvægt að koma upp römpum eða tryggja aðgengi með öðrum hætti.  Ramparnir geta verið jafn misjafnir og þeir eru margir — og þeir eiga svo sannarlega að vera margir.

Liðsmenn hjá Römpum upp Ísland eru mættir til Vestmannaeyja og hófust strax handa. Alls eru níu verkefni skráð hjá þeim hér í Vestmannaeyjum. Fyrsti rampurinn fór upp hjá Viktori Rakara á mánudaginn og hinir fara upp í vikunni.

Það verður gaman að sjá útkomuna hjá þeim. Þið takið svo rúnt um bæinn og takið verkin út hjá þessum flottu starfsmönnum.

Oft þarf ekki annað en að leysa aðgengi upp eina tröppu eða yfir háan þröskuld með einföldum hætti. Með sameiginlega átaki þjónustuaðila, verktaka og yfirvalda á þetta ekki að vera mikið mál — og með því stuðlum við að bættu umhverfi og betra aðgengi á Íslandi.

1000 rampar fyrir 11. mars 2026

Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi.

Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins. Fyrst um Stofnfé sjóðsins eru framlög einstaklinga, fyrirtækja, samtaka og stofnana sem vilja leggja sitt af mörkum til  að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra um allt land.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is