Búist við mikilli fjölgun farþega með skemmtiferðaskipum í sumar

Hafnarstjóri, Dóra Björk Gunnarsdóttir, boðaði aðila í ferðamálabransanum til fundar í ráðhúsinu í dag þar sem farið yfir ýmis mál er snúa að komum skemmtiferðaskipa til Vestmannaeyja og taka samtalið við þjónustuaðila í ferðamálamálabransanum. Ásamt Dóru Björk ávörpuðu fundinn Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna og Emma Kjartansdóttir, forstöðumaður Iceland Travel.

Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri Vestmannaeyjahafnar.

Í máli Dóru Bjarkar kom fram að búast má við mikilli aukningu á skemmtiferðaskipum og farþegum sem fara um Vestmannaeyjahöfn í ár. En von er á fyrsta skipi sumarsins núna á miðvikudaginn. Á síðasta ári komu um 33.000 farþegar til Eyja með skemmtiferðaskipum og má búist við að þeim fjölgi um helming í ár.
Þá kom einnig fram að mikið hefur verið gert í að laga til í umhverfinu á bryggjusvæðinu þá sér í lagi í kringum smábatahöfnina og saga hafnarinnar höfð að leiðarljósi. Voru fundargestir allir því sammála að þar hafi verið lyft grettistaki og margt til algjörar fyrirmyndar. Úr sal kom þá fyrirspurn um salernisaðstöðu. Miðað við þann fjölda sem áætlað er að fari um höfnina úr skemmtiferðaskipum og svo með Herjólfi, þar sem ferðum verður fjölgað í átta í sumar, er ljóst að þau þrjú almenningssalerni sem eru á svæðinu anna ekki þessum fjölda. Dóra Björk sagðist vel meðvituð um þetta vandamál og að það standi til að reyna bæta þar úr. Lagði fyrirspyrjari þá áherslu á að vandað verði til verks með snyrtilegum lausnum sem fari vel á svæðinu sem er að verða allt hið snyrtilegasta, “ekki með einhverjum forljótum ferðakömrum.”
Þá skapaðist einnig umræða um hvort það þyrfti að setja þak á daglegan fjölda ferðamanna í Eyjum sem koma með skemmtiferðaskipum. Dóra sagði það ekki hafa verið rætt en mesti fjöldinn einn dag var vel á átta þúsund á síðasta ári. Þá sagði hún við í einstakri stöðu með þetta þar sem aðeins ein leið er inn til Eyja fyrir ferðamenn og það er í gegnum höfnina og ættum við því að vita nokkuð vel hve margir ferðamenn eru í Eyjum hverju sinni.

Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna
Emma Kjartansdóttir, forstöðumaður skemmtiferðaskipadeildar Iceland Travel.

Sigurður Jökull tók þá til máls og fór yfir hvernig málum er háttað hjá Faxaflóahöfnum. Hann hóf þó leik á því að hrósa Eyjamönnum því hann upplifði góðar móttökur þegar hann steig í land úr Herjólfi. Upplýsingamiðstöð blasti strax við og strax sýnilegar hinar ýmsu upplifunar möguleikar.
Sigurður sagði að á síðasta ári hafi komið til Íslands um 320.000 farþegar með skemmtiferðaskipum sem er u.þ.b. 12-13% af heildarfjölda þeirra sem ferðuðust til Íslands. Hann sagði þá segja oft nei við skip sem vilja leggjast að þeirra höfnum þar sem þeir vilja gera hlutina fagmannlega. Sigurður sagði mikla aukningu á komu stjórra skipa til Íslands og eins á svokölluðum skiptifarþegum. Um 52% farþega skemmtiferðaskipa á Íslandi eru skiptifarþegar. Þ.e. ferðamenn sem flýgur hingað til lands, og héðan, til þess að fara um borð í skipin. Sýna tölurnar að þessir farþegar eyði meira fé hér á landi heldur en aðrir farþegar en meðaleyðsla á hvern farþega í Reykjavík var kr. 44.717 kr sumarið 2023. Kom þá einnig fram í hans máli að heldartekjur íslenskra hafna af móttöku skemmtiferðaskipa voru 3,5 milljarðar árið 2023.

Emma Kjartansdóttir, forstöðumaður skemmtiferðaskipadeildar Iceland Travel, sagði hana vera eina stærstu ferðaskrifstofa landsins og lýsti starfi þeirra sem brú milli skips og strandar. Þeirra vilji er að vinna með heimafólki í hverri höfn og bjóða uppá sem mest úrval af afþreyingu og þjónustu. Þá kom fram í máli hennar að á síðasta ári hafi Vestmannaeyjar fengið hæstu einkunn allra frá þeirra stærsta kúnna sem eru Viking skipin. En alls sér Iceland Travel um komu um 800 skipa hingað til lands.

Í allt fræðandi og skemmtilegur fundur sér í lagi fyrir þá sem starfa í ferðamálum í Eyjum og ljóst að bæta má í á ýmsum sviðum í að kynna þá afþreyingu og þjónustu sem hér er í boði fyrir farþegum þessari skipa. Sér í lagi upplifðu veitingastaðirnir sig verða útundan þegar kemur að skemmtiferðaskipunum.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search