Nú styttist heldur betur í pysjutímann, en búist er við fyrstu pysjum í bænum eftir rúmlega viku. Þetta kemur fram í færslu á Fésbókarsíðu Pysjueftirlitsins. „Við verðum á vaktinni eins og áður og biðjum þá sem finna pysjur að láta vita hér á þessari síðu. Fljótlega verður síðan opnað fyrir skráningu pysja á lundi.is síðunni.
Náttúrustofa Suðurlands hefur fylgst með varpinu eins og undanfarin ár. Farið var í lundabyggðina í byrjun sumars og var þá varp í um 70% af lundaholum. Farið var aftur lok júlí og kom þá í ljós að talsverð afföll höfðu orðið af eggjum og pysjum og eru nú einungis pysjur í um þriðjungi holanna. Það er því búist við nokkuð færri pysjum núna en undanfarin àr.“