Laugardagur 13. ágúst 2022

- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Búist við færri lundapysjum en undanfarin ár

Nú styttist heldur betur í pysjutímann, en búist er við fyrstu pysjum í bænum eftir rúmlega viku. Þetta kemur fram í færslu á Fésbókarsíðu Pysjueftirlitsins. „Við verðum á vaktinni eins og áður og biðjum þá sem finna pysjur að láta vita hér á þessari síðu. Fljótlega verður síðan opnað fyrir skráningu pysja á lundi.is síðunni.
Náttúrustofa Suðurlands hefur fylgst með varpinu eins og undanfarin ár. Farið var í lundabyggðina í byrjun sumars og var þá varp í um 70% af lundaholum. Farið var aftur lok júlí og kom þá í ljós að talsverð afföll höfðu orðið af eggjum og pysjum og eru nú einungis pysjur í um þriðjungi holanna. Það er því búist við nokkuð færri pysjum núna en undanfarin àr.“

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is