Miðvikudagur 24. júlí 2024

Búist við „einu versta veðri haustsins“ á þriðjudag

Útlit er fyrir að gangi í norðanrok með snjókomu á V-verðu landinu á þriðjudag og er fólki bent á að fylgjast vel með spám þar sem búist er við einu versta veðri haustsins hingað til.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna vonskuveðurs sem gæti gengið yfir vestanvert landið á þriðjudag. Þá er útlit fyrir að það gangi í norðanrok með snjókomu á vestanverðu landinu og er fólk beðið um að fylgjast vel með spám. Viðvörunin nær til höfuðborgarsvæðisins, Suðurlands, Faxaflóa, Breiðafjarðar, Vestfjarða og Stranda og Norðurlands vestra.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að búast megi við 20 til 28 metrum á sekúndu og að það verði hvassast vestantil. Líklegt sé að samgöngur raskist og búast má við truflunum á flugsamgöngum. Hætt sé við foktjóni og eru verktakar hvattir til að ganga vel frá á framkvæmdasvæðum. Þá sé hugsanlegt að sjávarstaða hækki vegna áhlaðanda og einhverjar líkur eru á að smábátar geti laskast eða losnað frá bryggju.

Sökudólgurinn er lægð sem er að dýpka rétt suður af landinu. Því er spáð að hún verði um 955 hPA með miðju yfir Norðurlandi sem þýðir þá „ansi mikill strengur norðan og vestan við skil þessarar lægðar sem ná síðan yfir Vestfjarðarkjálkann, “ segir Einar. Þar gæti vindur náð 30 til 35 metrum á sekúndu en veðrinu fylgir líka mikil snjókoma, einkum á Ströndum og norðanverðum Vestfjörðum.  

Greint er frá þessu á ruv.is og vedur.is forsíðumynd er skjáskot frá vedur.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search