Miðvikudagur 7. júní 2023
Óveður

Búið að loka Eiðinu og rúmlega 50 verkefni hjá Björgunarsveitinni enn sem komið er

Mikið hefur verið um útköll síðustu tímana eða rúmlega 50 verkefni og er Björgunarsveitin með rúmlega 40 manns úti í 8 hópum. Lokað út á Eiði og fólk hvatt til að vera innandyra. Mikið tjón, þakplötur á ferð víða um bæinn. Hurð fauk upp á Týsheimilinu að aftanverðu og var hún negld aftur. Þakkantur losnaði við Faxastíg og þurfti að bíða eftir krana svo björgunarmenn væru öruggir við lagfæringuna. Fremri hluti skúrsins fyrir ofan Malarvöllinn er fokinn af og fyrir aftan skúrinn í Löngulág liggur brakið, Björgunarsveitin bíður eftir vörubíl til að geta fjarlægt plöturnar. Á Illugargötu fauk þakplata og í Búhamar fauk skúr. Þetta eru meðal þeirra verkefna sem að Björgunarsveitin hefur verið að fást við.

Búið er að loka fyrir umferð á Eiðinu

Nú hefur veður versnað talsvert í Vestmannaeyjum og er Björgunarfélag Vestmannaeyja að sinna útköllum víðsvegar um bæinn. Veður hefur versnað mjög mikið út á Eiði og hefur verið tekin ákvörðun hjá Björgunarfélaginu að ekki sé stætt að sinna útköllum þar og því hefur lögregla lokað fyrir alla umferð um Eiðið og biðjum við alla um að hlíta þeim lokunum. Með þeim orðum biðjum við alla um að vera kyrr heima fyrir þar sem ekkert ferðaveður er. Greint er frá þessu á vef Lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is