Brúkum bekki – frábært framtak

Vel var mætt þegar þegar nýjir bekkir voru vígðir og kynning á lýðheilsu- og samfélagsverkefnið Brúkum bekki fór fram síðastliðinn miðvikudag. En við fengum Ólu Heiðu íþróttakennara til þess að segja okkur frá verkefninu.

Óla Heiða er einn af forsprökkum fyrir verkefninu hér í Eyjum.

 

Það var góð mæting þegar bekkirnir voru vígðir.

 

„Fyrir rúmum tveim árum benti Unnur Baldursdóttir mér á þetta verkefni. Hún sagði bara svona: Óla getur þú ekki farið í þetta, þú ert svo góð í svona. Hún kann alveg á mig. 

Verkefnið hófst 2010 í tilefni 70 ára afmælis Félags Sjúkraþjálfara á Íslandi. Það var ákveðið að fara af stað með samfélagsverkefni sem hvatningu til aukinnar hreyfingar, til hagsbóta fyrir almenning. 

Sjúkraþjálfarar á Akureyri riðu á vaðið og vígðu fyrstu tvær leiðirnar árið 2010.

Verkefnið gengur út á að hvíldarbekkjum er komið fyrir með 200 -250 m bili á eins km  merktri gönguleið. Gönguleiðirnar eru t.d. nálægt íbúabyggð eldra fólks og félagsmiðstöðvum heldri borgara. Verkefnið er hugsað fyrir þá sem eru orðnir slakir til gangs og eða þurfa að ná sér eftir aðgerðir og auðvitað alla aðra, t.d. gott að vita hversu löng gönguleiðin er og hægt að setja sér markmið um vegalengd.

Verkefnið er nú þegar á Akureyri, Húsavík, Höfn, Hveragerði, Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ oftast framkvæmt í samvinnu við Félag eldri borgara og sveitarfélagið.

Ég og Anna Hulda Ingadóttir sjúkraþjálfari funduðum með formanni Félags sjúkraþjálfara um verkefnið og að við hefðum áhuga á að koma því í gang hér í Eyjum. Formaðurinn fagnaði áhuga okkar á þessu verkefni. Félagið styrkti merkingar á bekkjunum.

Við funduðum með fulltrúum Vestmannaeyjar. Ákveðið að fara í verkefnið og byrja á að fá fólk með. Dagný Hauksdóttir, Thelma Rós Tómasdóttir, Inga Fía og Linda Rós Sigurðardóttir hafa allar komið að verkefninu ásamt mér. Anna Hulda sjúkraþjálfari sá um að fá merkingar á bekkina. Ákveðið var að kortleggja 4-5 gönguleiðir, gengum leiðirnar og fórum yfir hvar ætti að staðsetja bekkina. Ákveðið að setja í gang tvær leiðir. Fyrsta leiðin var við Hraunbúðir og svo þessi leið í miðbænum. Það þurfti 8 bekki á þessa leið. Fulltrúar frá Kvenfélaginu Heimaey komu síðasta sumar og færðu bænum fimm bekki, Fjórir þeirra eru staðsettir á Hraunbúðaleiðinni og einn hér í miðbænum. Þá vantaði þrjá bekki á þessa leið en þrjár fjölskyldur ákváðu að styrkja verkefnið og gefa bekkina.

Það eru Krissi og Kristín og fjölskylda, fjölskylda Elíasar Björnssonar til minningar um hann og Maggi og Adda og fjölskylda. Þökkum við þeim kærlega fyrir þetta rausnarlega framlag. 

Linda Rós hefur útbúið kort gönguleiðunum og merkt bekki inn á kortin. Kortunum verður komið fyrir í Íþróttamiðstöðinni, félagsmiðstöð eldri borgara, Heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, sjúkraþjálfarastofum og HSU heilsugæslu.

Síðastliðinn miðvikudag afhentum við Vestmannaeyjabæ og bæjarsamfélaginu þessa bekki með ósk um að öll umsýsla og umhirða á bekkjum verði í höndum sveitarfélagsins,“ sagði Óla Heiða.

 

 

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search