Þriðjudagur 23. júlí 2024

„Brottfluttur heldri borgari“ hugleiðing frá Guðna F. Gunnarsyni 67 ára

Aldur er bara tala ( aldur.is ) er flottur vefur sem fjallar um málefni eldriborgara meðal annars. Það er hún Sólrún Gunnarsdóttir sem heldur úti vefnum. Við fengum að birta brot úr viðtalið við Guðna og Petu.

Við hjónin Guðni Friðrik Gunnarsson og Petrína Sigurðardóttir  (Peta) tókum okkur upp og fluttum frá Eyjum til Danmerkur  um miðjan ágúst 2020

En hvers vegna ? Ég hef oft fengið þessa spurningu bæði munnlega og skriflega.

Fyrir okkur hjónin var þetta “einfalt”, við eigum  6 börn; fjórar dætur og 2 drengir. Allar dæturnar eru búsettar í Danmörku og Svíþjóð. Barnabörnin sem voru þá 7 einnig öll búsett  með foreldrum sínum erlendis. Við höfðum að stærstum  hluta misst af barnabörnunum. Einungis 2-3 heimsóknir á ári.

Ég varð 67 ára 2020 og konan 65 ára, við skoðuðum lífeyrismálin í þaula og tókum síðan þá ákvörðun að flytja til Danmerkur og fara að njóta lífsins sem “heldri  borgarar”.  Auðvitað var það þó nokkuð snúið í COVID veseninu  Allar eignir í eyjum voru seldar, íbúð, bíll og allt innbú.

Síðan var flutt til Espergærde á eyjunni fögru “Sjálandi”.  Yndislegur bær ekki langt frá Helsingör og stutt að bregða sér til Gautaborgar, þar sem ein dætranna býr ásamt manni og 2 sonum.

Lesa má allt viðtalið inná síðunni aldurerbaratala.is eða aldur.is 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search