Brother’s Brewery vann til fyrstu verðlauna á Hólum

Tíundu Bjórhátíðinni lauk í gær en hún var einnig afmælishátíð

Að þessu sinni var hún haldin í reiðhöll háskólans, Þráarhöll og tókst hátíðin mjög vel. Vel var mætt á hátíðina og voru um 40 bjórar á boðstólunum að þessu sinni.
Hátíðin hefur þróast í það að vera líka mikil matarhátíð og voru pítsur með skagfirsku hráefni á boðstólum, hægeldaður grís, Surf & Turf samloka með skagfirsku hrossakjöti og risarækjum, chorizo pylsur og ærkjötsborgari.

Sjómannadagsbjórinn í ár, Baldur Imperial Stout hjá Brother’s Brewery vann til fyrstu verðlauna á bjórhátíðinni.

Eins og áður, þá velja gestir bestu bjórana og í ár varð það bjór frá Brother’s Brewery í Vestmannaeyjum, Baldur Imperial Stout, sem fékk 1. verðlaun, Tart Coulis súrbjór frá Húsavíkur Öl lenti í öðru sæti og Randy súrbjór frá Böl lenti í þriðja sæti.
Við óskum auðvitað vinum okkar úr Vestmannaeyjum til hamingju með sigurinn segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Bruggsmiðjan Kaldi fékk svo viðurkenningu fyrir besta básinn.

Brother´s hópurinn er nú á leið heim til Eyja með bikarinn en þetta er í fimmta sinn sem þau taka þátt og hafa alltaf komið heim með verðlaun.

Lykilinn af þessum árangri er fyrst og fremst sá hópur sem að fylgir okkur og eru okkar fulltrúar hér, en það skemmir ekkert að vera líka með góðan bjór segir Brother´s hópurinn.

Loka orð hópsins er: Lifum lífinu núna og munum að það er nauðsynlegt að njóta!

Þeim félögum leiðist ekkert þetta ferðalag.
Flottur hópur af bruggurum
Þau eru ekki bara góðu í að brugga bjór. Þau eru einnig snillingar í modelstörfum. Frábær mynd.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search