Laugardagur 26. nóvember 2022

Bring it on ladies!

Handknattleiksdeild ÍBV bíður dömum Eyjanna til mikillar veislu í kvöld þegar þeir halda dömukvöld í Akóges. Drottningar þema verður í veislunni og því vel við hæfi að veislustjóri sé drottningin sjálf Haffi Haff. Tígull setti sig í samband við hann og spurðum hann hvernig veislan leggist í hann.
„Vá hvað ég er mega spenntur! Var að finna æðislegt búning sem ég veitt að kemur allir í gírinn. When you invite a queen to a queens party, you’re gonna get a queen,“ sagði Haffi vildi minna gesti kvöldsins á að mæta með fullhlaðna síma.„Yes ma’am, and I hope everyone will have their phones charged and lots of space for photos and videos! Bring it on ladies!“ Haffi lofar miklu stuði og geggjaðri stemningu í Akóges. „Að sjálfsögðu! Það er markmið og akkúrat það sem ég geri. En, það er líka gaman að tengja og njóta saman.“
Aðspurður um hvenær hann skemmti síðast í Eyjum sagði hann orðið ansi langt síðan. „Ja! Fyrir Svona 13 ár! Ég var reyndar komin með nokkur lög undir beltið, svo að það var alveg gaman. En fólk var ennþá að upplifa hver ég var og hvaða læti þetta er,“ sagði Haffi og hló. Hann hefur þó aldrei sprangað „kannski í þetta skiptið!“

Alinn upp í Seattle
Haffi Haff heitir réttu nafni Hafsteinn Þór Guðjónsson og er 38 ára einkabarn með gráður í tískuhönnun. Fæddur og uppalinn í Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna en flutti til íslands 21 árs gamall og hefur verið hér síðan. „Foreldrar mínir eru íslenskir og allt mitt Fjölskylda sem flest eru hér heima. En ég er mikið ferðamaður. Hefur alltaf verið. Er með stór Fjölskylda. Mjög ólíkar fólk myndi ég segja. Ones the blue side, ones the red side. I am the purple result. Purple representing queer culture.“

Þegar við spurðum Haffa hvað það væri sem hann brenni fyrir, lá ekki á svörum. „To love and be loved.“

Aðspurður um eftirminnilegasta giggið á ferlinum sagði hann það klárlega vera þegar tók kaus að taka þátt í að endurgera útgáfutónleika Freak plötunnar. „Ég mun aldrei gleyma því. Við tók saman Bad Romance saman! Algjört draumur!“

Gömul kynni
Að lokum spurðum við Haffa hvort hann ætlaði sér að gera eitthvað fleira skemmtilegt í Eyjum sagðist hann vonast eftir því að finna strák sem hann hitti hér fyrir mörgum árum. „I’m hoping to find this cute guy I met in Vestmann way back. He was very nice to me and we seemed to make a connection. I’m not sure he was secure with himself at the time. But Maybe things are different. Other than that, I look forward to getting to entertain my beautiful Vestmann cousins at their finest moment.
My queens! I can’t wait to be with you! Elska ykkur!“

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is