Laugardagur 13. ágúst 2022

- Bæjarfjölmiðillinn í Vestmanneyjum -

Breytt og bætt þjónusta keyrslu í og úr Dalnum

Viking Tours mun sjá um keyrslu fyrir þjóðhátíðargesti þessa langþráðu Þjóðhátíð

Í samráði við Þjóðhátíðarnefnd hefur verið ákveðið að auka þjónustu og bæta við aksturleiðum, eins verður ökutækjum fjölgað og verða nú 7 bílar að keyra og hefur sætafjöldi aldrei verið meiri þegar mesti álagstíminn er.

Á milli kl. 19:00 og 02:00 verða keyrðar þrjár leiðir:

Leið 1 er hinn hefðbundni hringur sem allir þekkja. Leið 1 er merkt með Þórs-merkinu.

Leið 2 er sami hringur en keyrður rangsælis, byrjað er að keyra Áshamar, Búhamar, Dverghamar. Leið 2 er merkt með Týs-merkinu.

Leið 3 keyrir í bæinn en fer svo upp Helgafellsbrautina, Hátún og niður Illugagötu. Leið 3 er merkt ÍBV.

Á daginn hringsólar Leið 1 um bæinn og hefst aksturinn kl.13:00 á föstudag.

Verð fyrir fullorðna er 800 kr á ferð, börn greiða 400 kr og frítt er fyrir eldriborgara og börn yngri en 5 ára.

Akstur hefst kl.13:00 á föstudag.

Stefnan er að bið eftir fari í Dalinn minnki með þessum breytingum og að hátíðargestir fjölmenni í partý-bílana okkar.

Bestu kveðjur, Viking Tours

Mynd Gunanr Ingi.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is