Farþegar athugið – Breytt áætlun frá og með morgundeginum 20.mars a.m.k. næstu fjórar vikurnar.
Í ljósi aðstæðna þurfum við hjá Herjólfi að skerða áætlun okkar næstu fjórar vikurnar eða svo. Gerum við það til þess að vernda starfsfólk okkar og farþega fyrir þeim vágesti sem er að herja á okkur og til þess að halda uppi siglingum milli lands og Eyja. Við vonum að þessi ákvörðun komi til með að mæta skilningi.
Enn og aftur viljum við biðla til allra að fara eftir fyrirmælum yfirvalda og sýna ábyrgð.
