Þriðjudagur 16. apríl 2024

Breytingar framundan á Strandveginum

Á fundi umhverfis- og skipurlagsráðs á mánudaginn óskaði Björgvin Björgvinsson fyrir hönd eignarfélags Tölvunar ehf eftir breytingum á núverandi deiliskipulagi fyrir miðsvæði M-1 vegna Strandvegar 51.

Óskað er eftir að byggingarmagn verði aukið frá núverandi deiliskipulagi. Heildarflatarmál verði aukið úr 849.2 m² í allt að 1.500 m² 1. Hæð núverandi bygging 334.6 m² Bílageymsla 90.0 m² Sorp og hjólageymsla 40.0 m² 2. Hæð 380.0 m² 3. Hæð 330.0 m² 4. Hæð 290.0m²

Fjöldi íbúða allt að átta á þremur hæðum bílageymslur í húsinu fyrir hluta íbúða.

Aðkoma að húsinu verði frá Strandvegi og Herjólfsgötu . Atvinnutarfsemi verði á jarðhæð með aðkomu frá Strandvegi en á efri hæðum og bílageymslum verði frá Herjólfsgötu. Heimilt verði að hafa atvinnuog íbúðarhúsnæði á efri hæðum. Húsið verði 4. Hæðir með inndregnum hæðum eftir því sem ofar dregur og svalir á suður-, austurhliðum.

Húsið verði með einhalla þaki 0-10° til suðurs og hámarkshæð verði undir 15.0m. Við byggingu hússins verði tekið mið að BREEAM vottunarkerfinu sem sem tekur mið að vistvænum byggingarefnum. Stefnt er að góðri innivist með góðri orkunýtingu með endurnýjanlegum orkugjöfum og sjálfbærni með sólarsellum og varmadælulausnum. Einnig er stefnt að því að lágmarka úrgang, frárennsli og ljósmengun.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search