Breytingar á staðgreiðslu um áramót

Í frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022 er tillaga að lagabreytingu um viðmið fyrir árlega uppfærslu skattleysis- og þrepamarka.

Þessi breyting er síðasti áfangi kerfisbreytinga tekjuskatts einstaklinga sem kynntar voru árið 2019. Tillagan felur í sér að miðað verður við ársbreytingu vísitölu neysluverðs ásamt mati á þróun langtímaframleiðni.

Miðað verður við 1,0% árlega aukningu framleiðni og það mat tekið til endurskoðunar á 5 ára fresti, næst fyrir áramótin 2027-2028. Hækkun vísitölu neysluverðs liggur nú fyrir og nemur hún 5,1% á 12 mánaða tímabili. Heildarhækkun viðmiðunarfjárhæða verður því 6,1%.

Með fyrirvara um samþykkt Alþingis verða persónuafsláttur og þrepamörk eftirfarandi árið 2022.

Meðalútsvar á árinu 2022 verður samkvæmt fyrirliggjandi ákvörðunum sveitarfélaga 14,45% og helst óbreytt milli ára. Við staðgreiðslu ber launagreiðendum að miða við meðalútsvarshlutfallið en þar sem meðalútsvarið helst óbreytt verða engar breytingar á staðgreiðsluhlutföllum ársins, þ.e. samanlögðum hlutföllum tekjuskatts og meðalútsvars. Af 69 sveitarfélögum eru 4 sveitarfélög sem breyta útsvarshlutfalli sínu árið 2022, öll til hækkunar. Alls leggja 54 sveitarfélög á hámarksútsvar. 3 sveitarfélög munu leggja á lágmarksútsvar.

Skattleysismörk tekjuskatts og útsvars verða 178.577 kr. á mánuði að teknu tilliti til 4% lögbundinnar iðgjaldagreiðslu launþega í lífeyrissjóð. Þá munu skattleysismörk tekjuskatts, sem eru þau mörk sem launþegi byrjar að greiða tekjuskatt til ríkisins, vera 330.368 kr. að teknu tilliti til 4% lögbundinnar iðgjaldagreiðslu launþega í lífeyrissjóð.

Tryggingagjald

Í ársbyrjun 2022 mun skatthlutfall almenns tryggingagjalds hækka um 0,25 prósentustig, úr 4,65% í 4,9%. Hækkunin kemur til vegna þess að lækkun gjaldsins árið 2021 gengur til baka. Var sú aðgerð tímabundin í eitt ár og hluti af aðgerðarpakka stjórnvalda vegna efnahagsáhrifa kórónuveirunnar.

Tryggingagjald í heild hækkar úr 6,10% í 6,35%, sbr. meðfylgjandi töflu.

Forsíðumynd: Halldór B. Halldórsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is