18.09.2020
Aðeins EINN GESTUR má heimsækja hvern íbúa á dag (helst sá sami næstu 7 daga).
Fjölskyldur þurfa sjálfar að koma sér saman um hver það er sem kemur.
– GRÍMUNOTKUN tekin upp að nýju. Gestir komi með sínar eigin grimur
– Gestir þurfa að skrá nafn sitt í gestabók við inngang
– Þvo þarf hendur þegar komið er í hús, spritta og sinna persónulegu hreinlæti í hvívetna
– Heimsóknir skulu fara fram á einkarými íbúa eða utanhúss, halda skal fjarlægð við aðra íbúa en sinn eigin aðstandanda og passa upp á að snertifletir séu sem fæstir. Þetta þýðir m.a að gestir skulu ekki stoppa við í setustofu eða matsal Hraunbúða heldur fara beint inn á herbergi íbúa.
– 2 METRA reglan er í gildi. Þetta gildir bæði hvað varðar íbúann eins og mögulegt er, starfsfólk Hraunbúða og annað heimilisfólk.
– Heimsóknir eru heimilaðar á tímabilinu kl.13-17:30
Áfram gilda einnig eftirfarandi reglur:
Að gestir
Komi EKKI í heimsókn til íbúa í 14 daga frá komu til landsins
Komi EKKI í heimsókn ef minnstu einkenni um kvef, flensulík einkenni, magakveisu, höfuðverk , beinverki eða slappleika eru til staðar