Mánudagur 25. september 2023

Breyting á heimsóknarreglum Hraunbúða

18.09.2020

Við erum áfram að bregðast við sveiflum og í ljósi nýjustu frétta um fjölgun innanlandssmita Covid-19 þurfum við að bregðast við og gæta enn og aftur betur að sóttvörnum. Vonandi verður þessi niðursveifla stutt.
Við vitum ekki til þess að smit sé komið á eyjuna en veiran er lúmsk og margir sem hafa greinst síðustu daga hafa ekki verið í sóttkví, við þurfum að vera skrefi á undan veirunni.
Við höfum fengið nýjar uppfærðar leiðbeiningar frá embætti landlæknis.
Við fylgjum þeim viðmiðum en útfærslan er í okkar höndum. Leiðbeiningarnar má finna á heimasíðu landlæknis.
Við erum í þessu saman og viljum minnka líkurnar á því að smit berist inn á heimilið.
Líkurnar minnka í hlutfalli við þann fjölda sem kemur inn á heimilið, takmarkanir gera smitrakningu einnig auðveldari ef til smits kemur.
Sem áður verða reglur endurskoðaðar út frá tilmælum sóttvarnaryfirvalda

Aðeins EINN GESTUR má heimsækja hvern íbúa á dag (helst sá sami næstu 7 daga).

Fjölskyldur þurfa sjálfar að koma sér saman um hver það er sem kemur.

GRÍMUNOTKUN tekin upp að nýju. Gestir komi með sínar eigin grimur

Gestir þurfa að skrá nafn sitt í gestabók við inngang

Þvo þarf hendur þegar komið er í hús, spritta og sinna persónulegu hreinlæti í hvívetna

– Heimsóknir skulu fara fram á einkarými íbúa eða utanhúss, halda skal fjarlægð við aðra íbúa en sinn eigin aðstandanda og passa upp á að snertifletir séu sem fæstir. Þetta þýðir m.a að gestir skulu ekki stoppa við í setustofu eða matsal Hraunbúða heldur fara beint inn á herbergi íbúa.

2 METRA reglan er í gildi. Þetta gildir bæði hvað varðar íbúann eins og mögulegt er, starfsfólk Hraunbúða og annað heimilisfólk.

– Heimsóknir eru heimilaðar á tímabilinu kl.13-17:30

Áfram gilda einnig eftirfarandi reglur:

Að gestir

Komi EKKI í heimsókn til íbúa í 14 daga frá komu til landsins

Komi EKKI í heimsókn ef minnstu einkenni um kvef, flensulík einkenni, magakveisu, höfuðverk , beinverki eða slappleika eru til staðar

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is