Brautarmet slegin í karla- og kvennaflokki um helgina – myndband og myndir

The Puffin Run var haldið í fjórða sinn á laugardaginn og í fjórða sinn var frábært veður og frábærir keppendur

Alls tóku rúmlega átta hundruð manns þátt í Puffin Run á laugardaginn, en það var aldrei að sjá að þessi fjöldi væri á staðnum, skipulagið var upp á 110 og allir fylgdu þeim reglum sem settar voru. Við erum greinilega öll búin að læra vel að vera þolinmóð og standa í röðum með gott bil á milli. Brautarverðir hafa fengið mikið hrós fyrir hvatninguna og gleðina sem þau smituðu út til hlaupara. Það var hörku barátta um fyrsta sætið í 20 km karla en þar voru sex öflugir keppendur, þeir Sigurjón Ernir sem sigraði í fyrra, Þorsteinn Roy, Ingvar Hjartarson, Snorri Björnsson sem var annar í fyrra, Kristján Svanur, Benoit og eyjapeyinn Hannes Jóhannsson en hann er Eyja Meistarinn 2021.

Það var svo hann Þorsteinn Roy sem rétt marði sigurinn en það var loka spretturinn fram hjá Stafkirkju sem réði úrslitum þar náði Þorsteinn Roy meistaranum frá því í fyrra Sigurjóni Erni og um leið slógu þeir brautarmetið frá því í hitt í fyrra sem var 1:24 en Þorsteinn kom í mark á tímanum 1:22 og Sigurjón 16 sek á eftir. En Þorsteinn ræsti í byrjun 10 sek á eftir Sigurjóni þannig að í endasprettinum voru eingöngu 6 sek á milli þeirra.

Í Kvennaflokki í 20 km kom Rannveig Oddsdóttir fyrst í mark á tímanum 1:34 sem er einnig nýtt brautarmet ( bætingum um 10 mín. ) og strax á eftir henni var Verena Schnurbus 46 sek á eftir Rannveigu.

Vestmannaeyjameistarar kvenna og karla vour systkynin Hannes og Magnea Jóhannsbörn.

Hér er stutt spjall við Forsetann okkar duglega.

 

Sigurvegarar í 20 km

Karla

 1. sæti –  Þorsteinn Roy Jóhannsson nýtt brautarmet 1:22:09
 2. sæti –  Sigurjón Ernir Sturluson á tímanum 1:22:25
 3. sæti – Ingvar Hjartarsson á tímanum 1: 22:49

Konur

 1. sæti – Rannveig Oddsdóttir nýtt brautarmet 1:34:30
 2. sæti – Verena Schnurbus á tímanum 1:35:16
 3. sæti – Thelma Björk Einarsdóttir 1: 41:05

Parakeppni 2×10 km

Karla

 1. sæti – Samuel Ásgeir White  og Ólafur Örn Jósepsson á tímanum 1:43:45
 2. sæti – Gauti Þorvarðarson og Víðir Þorvarðarson á tímanum 1:46:11
 3. sæti – Gísli Elíasson og Kristófer Ísak Bárðarson á tímanum 2:01:34

Konur

 1. sæti – Tinna Sigurðardóttir og Guðný Jónsdóttir á tímanum 1:52:18
 2. sæti – Anna María Aradóttir og Halldóra Huld Ingvarsdóttir  á tímanum 1:59:03
 3. sæti – Þórsteina Sigurbjörnsdóttir og Thelma Gunnarsdóttir á tímanum 2:01:11

Blandað lið

 1. sæti – Helena Sævarsdóttir og Damien Bennett á tímanum 2:00:27
 2. sæti – Krzysztof Gudaczewski og Ela Gudaczewska á tímanum 2:00:34
 3. sæti – Elías Ingi Gíslason og Aníta Björk Bárðardóttir á tímanum 2:06:28

Sigurvegarar í liða keppni 4×5 km

Karlasveit

Gretar Þór Eyþórsson, Helgi Bragason, Sæþór Örn Garðarsson og Brikir Hlynsson á tímanum 1:46:56

Konusveit

Jóhanna Björk Gylfadóttir, Kristín Rannveig Jónssdóttir, Andrea Guðjóns Jónasdóttir og Kristín Ósk Óskarsdóttir á tímanum 2:10:27

Blönduðsveit

Sindri Georgsson, Elín Sandra Þórisdóttir, Sæþór Gunnarsson og Bjartey Gylfadóttir á tímanum 1:54:35

Hér eru nokkrar myndir frá Tóa Vídó en hann var staddur á kílómeter 4 í hlaupinu. Það voru 5 ljósmyndarar í hlaupinu dreifðir um brautina. Allar myndir verða birtar inn á facebooksíðu The Puffin Run, þær munu týnast inn í vikunni  – fyrstu myndir birtast í kvöld.

Sigurjón Ernir sigurvegari frá því í fyrra en varð að láta duga annað sætið í ár eftir magnaðan endasprett og Ingvar Hjartarsson sem kom þriðji í mark.
Sigurvegari í 20 km karla hér aftastur Þorsteinn Roy
Thelma Björk sigurvegari frá því í fyrra, kláraði í. þriðja sæti í ár
Mari Järks syngur og trallar alla leiðina, enda eru 20 km bara upphitun fyrir þessa ofurhlaupakonu sem hefur tæklað 160km vegalegndir.
Friðrik Benediktson okkar ofurhlaupari er hér að taka seinni hringinn þennan daginn. Virkilega vel gert Frikki.
Ómar Ingi er einn af hóp sem kallar sig Hvolpasveitin, þeir stóðu sig allir klikkað vel.
Simona Vareikaité kona Sigurjóns Ernirs gefur honum ekkert eftir.
Guðni TH forseti elskar Puffin Run, gefur sér alltaf tíma til að heilsa og spjalla við alla. Í ár hljóp forsetafrúin og sonur þierra einnig í Puffin Run.
Eintóm hamingja hér.
Andri Þór Gylfason fór létt með 20 km þrátt fyrir að hafa skolað niður nokkrum á Brothers kvöldið áður, enda einn af ofurhlaupurum Eyjaskokks.
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is