Vestmannaeyjahlaupið var haldið í ellefta sinn í gær, alls tóku 114 manns þátt í ár, 71 í 5 km og 43 í 10 km
Hlynur Andrésson ofurhlaupari og Vestmannaeyingur sigraði í 10 km í karlaflokki. Hann hljóp hringinn á tímanum 32:18.
Verena Karlsdóttir kom fyrst í mark af konunum á tímanum 41:33.
Arnar Ragnarsson var annar í karlaflokki á tímanum 41:08 og Svavar Elliði Svavarsson þriðji á tímanum 41:30. Frida Run Thordardottir var önnur í kvennaflokki á tímanum 44:05 og Jóna Dóra Óskarsdóttir þriðja á 47:55.
Í 5 km sigruðu systkynin Hannes og Magnea
Hannes Jóhannsson kom fyrstur í mark í 5 km. í karlaflokki. Hann bætti brautarmet sitt sem hann setti í fyrra og kom á tímanum 17:59.
Systir hans Magnea Jóhannsdóttir var fyrst kvenna og setti brautarmet. Hennar tími var 23:05.
Annar í karlaflokki var Kári Steinn Karlsson á tímanum 20:27 og þriðji var Arnór Davíð Pétursson á tímanum 21:20.
Önnur í kvennaflokki var Kristjana Pálsdóttir á tímanaum 23:18 og þriðja var 13 ára eyjamær Elísabet Rut Sigurjónsdóttir á tímanum 24:30.
Tígull mun fjalla nánar um hlaupið í Tígli vikunnar.



