Það var komin haugabræla þegar við hífðum í gærkvöldi og fengu strákarnir að finna aðeins fyrir því áður en þeir fóru niður að ganga frá aflanum. Spáin er ekkert spes en það kemur sennilega ekki að sök því við eigum löndun á miðvikudag. Það er svo brottför aftur á fimmtudag að öllu óbreyttu.
Við förum svo vel dressaðir í næsta túr því þegar í land er komið þá fáum við afhentan fatnaðinn sem við vorum að láta græja fyrir okkur? Bolir og peysur í nokkrum litum með áprentuðu logo-i King Ottó N, segir Hólmgeir Austfjör.