Bræðurnir Egill og Heiðar sýna í Einarsstofu

Nú er komið að elleftu sýningunni í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Það eru bræðurnir Heiðar og Egill Egilssynir sem sýna í Einarsstofu og nú verða þær á gamla tímanum, klukkan 13.00 á laugardaginn.
Þeir bræður byrjuðu ungir að taka myndir og lögðust í siglingar um flest heimsins höf ungir að árum. Það verður því víða komið við á sýningum þeirra. Egill er duglegur að setja myndir inn á Fésbókina, myndir sem hann tekur á morgunrúntinum. Eru þær gluggi út í Eyja fyrir brottflutta og Eyjafólk á þvælingi um höf og lönd.
Heiðar hefur látið minna fara fyrir sér en er athyglisverður ljósmyndari sem gaman verður að sjá á laugardaginn í Einarsstofu. Áhugann á ljósmyndun kveikti stóri bróðir þeirra, Kristján sem ætlar að láta ljós sitt skína í Djúpinu við Náttúrugripasafnið við Heiðarveg á næstu Goslokum.
Það verður gaman að sjá það sem þeir bræður hafa fram að færa á laugardaginn. Góð aðsókn hefur verið að sýningunum sem þykja góð andleg hressing nú þegar skammdegið hellist yfir. Líka tækifæri til að láta sjá sig og sjá aðra.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search