Börnin svara

29.12.2020

Börn eru svo yndisleg og hreinskilin og segja nákvæmlega það sem þeim finnst. 

Það er alltaf gaman að fá þessa gorma í spjall. 

Við fengum nokkur börn til að svara nokkrum spurningum.

 

Emilía Ósk

 

Hvað ertu gömul? 

5 ára

Foreldrar: 

Rakel, Árni, Kamil, Lára

Af hverju elskarðu mömmu? 

Af því að hún er best.

Af hverju elskarðu pabba? 

Af því að hann er bestur.

Af hverju elskarðu ömmu? 

Af því að hún er best.

Af hverju elskarðu afa? 

Af því að hann er bestur.

Hvað viltu í jólagjöf? 

Frozen perl

Hvar á jólasveinninn heima?

Upp í fjöllunum

Hvað er covid? 

Ég veit það ekki… jú covid19.. ég veit hvað það er en ætla ekki að segja það.

Í hverju ertu best? 

Að perla, lita, búa til jólakort, gefa jólagjafir og mála jólapappír.

 

Emil Aron

Hvað ertu gamall?  Þriggja ára… nei 4 ára ég er nýbúinn að eiga afmæli.

Foreldrar: Sara Sjöfn Grettisdóttir og Bergur Páll Gylfason.

Af hverju elskarðu mömmu? Af því hún er góð og best og sæt.

Af hverju elskarðu pabba? Af því hann hjálpar mér alltaf…. Að búa til svona pyramidda og turn.

Af hverju elskarðu ömmu? Amma Hrönn er svo góð að prjóna á mig peysu og svoleiðis og svo förum við saman í sund. Svo á ég Ömmu Ernu og það er svo gaman að gista hjá henni.

Af hverju elskarðu afa? Af því að þeir gera allt sem ég vil.

Hvað viltu í jólagjöf?  Ég er ekki viss…..

Hvað eru jólasveinarnir margir? Tuttugu

Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Stúfur!

Í hverju ertu bestur? Bara vera bestur.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search