06.12.2020
Elísabet Lilja Elmarsdóttir
Aldur: 4 ára.
Foreldrar: Sólveig Adolfsdóttir og Elmar Hraafn Óskarsson
Af hverju elskarðu mömmu? Af því að mamma er skemmtilegust og best.
Í hverju er mamma best? Taka til og skrifa stafina.
Af hverju elskarðu pabba? Því ég vill alltaf koma til hans og hann er brandarakall.
Í hverju er pabbi bestur? Að hafa gaman með mér.
Af hverju elskarðu ömmu? Maju ömmu: af því hún gaf mér kjúklingasamloku.
Una ömma? Ég elska hana af því ég er búin að gefa henni mikið að myndum og hún er best.
Af hverju elskarðu afa? Óskar afa: ég elska ekkert óskar afa bara Unu ömmu.. eftir smá stund… Jú ég elska Óskar afa líka.
Addi afa? Því hann er svo fyndinn við mig.
Hvað viltu í jólagjöf? Hnotubrjót, nýja úlpu, barbie, teppi, síma, kort og föndur.
Hvar á jólasveininn heima? Uppí fjallinu.
Af hverju eru jól? Til að seta pakkana undir jólatréið.
Hvað er Covid? Að hafa grímu í búðinni.
Í hverju ertu best? Í öllu og líka í að leika og mála
Sigurður Andrason
Aldur: 4 ára en svo verð èg fimm næst.
Foreldrar: Mamma er Thelma Sigurðardóttir og pabbi er Andri
Af hverju elskarðu mömmu? Ég veit það ekki. Það gerist bara.
Í hverju er mamma best? að koma í sund
Af hverju elskarðu pabba? Eins og mömmu
Í hverju er pabbi bestur? Hann er bestur að þjalfa, útaf hann leyfir okkur stundum að vera hjá honum þá, að sparka.
Af hverju elskarðu ömmur þínar? Bara! útaf ein er á leikskólanum mínum, einu sinni var hún í hvíld hjá mér og ég var hliðiná henni, það var mjöööög þægilegt!
Af hverju elskarðu afa? Útaf hann er alltaf að veiða fisk handa mér
Hvað viltu í jólagjöf? æj hvaaað vildi ég aftur… jà Nàttföt !
Hvar á jólasveininn heima? í fjöllunum, hjá Grýlu! ..og Leppalúða
Af hverju eru jól? – æj útaf bara, ég veit það ekki, hvort það eru jól eða ekki jól.
Veistu hvað Covid er? já, kórónoaveiran
Í hverju ertu bestur? Að leika
Hólmfríður Eldey Guðnadóttir
Aldur: 4 ára
Foreldrar: Kristín Hartmannsdóttir og Guðni Grímsson
Af hverju elskarðu mömmu: Mamma er mjög mikið skemmtileg og hún er alltaf hjá mér og hún er best.
Í hverju er mamma best: Að spila með mér
Af hverju elskarðu pabba: Pabbi er líka skemmtilegur
Í hverju er pabbi bestur: Að skutla mér á leikskólann
Af hverju elskarðu ömmu: Af því að hún er góð við mig
Af hverju elskarðu afa: Af því að hann er góður við mig
Hvað viltu í jólagjöf: Löggubíl og barbiehús
Hvar á jólasveininn heima: Upp í fjöllunum
Af hverju eru jól: Því allir vilja skreyta húsin sín
Hvað er Covid: það er smitandi
Í hverju ertu best: Að púsla og lita og að vera vinkona