Sigrún Anna valsdóttir
Aldur: 7 að verða 8 ára
Veist þú hvað Covid-19 er? það er sjúkdómur, við þurfum að passa gamla fólkið.
Finnst þér síðustu vikur hafa verið skrítnar? Já, skrítið að mega ekki leika við marga í einu.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert núna eftir að það var svona lítill skóli? Fara í fjallgöngu, veiða hjá gólfvellinum og út að hjóla.
Ertu búin að gera eitthvað nýtt síðstu daga? Vatnsblöðrustríð!
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?
Ég ætla að vinna í sundlauginni og verða sundkennari.
Hver er mesti prakkarinn í fjölskyldunni? Valli litli bróðir minn
Ingibergur Sigmundsson Aldur: 7 ára
Veistu þú hvað Covid-19 er? Það er einhver veira og maður getur orðið mjög veikur.
Finnst þér síðustu vikur hafa verið skrítnar? Já mjög skrýtnar.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert núna eftir að það var svona lítill skóli? Að vera í tölvunni og fara í frispí uppi á lofti og að fara í Páskahelli og Haugahelli og fjöruferðir.
Ertu búin að gera eitthvað nýtt síðstu daga? Nei.
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?
Lögga.
Hver er mesti prakkarinn í fjölskyldunni? Pabbi.
Elísabet Valtýrsdóttir Aldur: 7 að verða 8 ára
Veistu þú hvað Covid-19 er? Já það er slæm veiki.
Finnst þér síðustu vikur hafa verið skrítnar? Nei, bara eins og að vera í fríi.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert núna eftir að það var svona lítill skóli? Hoppa á nýja trampólíninu mínu, út að hjóla og hlaupahjóla.
Ertu búin að gera eitthvað nýtt síðstu daga? Já, eins og að sippa og hoppa. Það er skrítið því ég hef aldrei átt trampólín.
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?
Pössunarpía eða hárgreiðslukona.
Hver er mesti prakkarinn í fjölskyldunni? Pabbi.
Breki Freyr Finnsson Aldur: 8 ára
Veistu þú hvað Covid-19 er? Veira sem gerir mann mjög veikan og sumir deyja.
Finnst þér síðustu vikur hafa verið skrítnar? Nei ekkert svo.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert núna eftir að það var svona lítill skóli? Labba um allt og fara í fjöruferðir. Ertu búin að gera eitthvað nýtt síðstu daga? Nota zoom til að fara í gítartíma.
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Sjómaður og laga net eins og pabbi og vélstjóri.
Hver er mesti prakkarinn í fjölskyldunni? Pottþétt ég en svo kemur pabbi.
Embla Sigrún Arnsteinsdóttir Aldur: 7 ára
Veistu þú hvað Covid-19 er? Já, það er veira sem getur drepið fólk og veldur veikindum og svona.
Finnst þér síðustu vikur hafa verið skrítnar? Já útaf því að ég má ekki hitta neinn og mamma er lengi í vinnunni.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert núna eftir að það var svona lítill skóli? Leikið við Jón Bjarka og hjólað.
Ertu búin að gera eitthvað nýtt síðstu daga? Já, ég svaf í tjaldi inni.
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?
Hárgreiðslukona.
Hver er mesti prakkarinn í fjölskyldunni? Ég auðvitað.
Trausti Fannar Gunnarsson Aldur: 8 ára
Veistu þú hvað Covid-19 er? Veira sem gæti tæknilega drepið mann.
Finnst þér síðustu vikur hafa verið skrítnar? Já.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert núna eftir að það var svona lítill skóli? Tjalda í stofunni.
Ertu búin að gera eitthvað nýtt síðstu daga? Prufa nýja tölvuleiki.
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór?
Vinna í bankanum.
Hver er mesti prakkarinn í fjölskyldunni? Ég.