02.06.2020
Börn verða að vera orðin 13 ára gömul til að mega nota rafmagnshlaupahjól sem fara hraðar en 25 km/kls, samkvæmt lögum og reglugerðum um slík farartæki. Þetta kemur fram í svari Herdísar L. Storggard, hjúkrunarfræðings á Facebook síðu verkefnisins Árvekni – Slysavarnir barna.
Þá kemur fram að ferðist slík rafhlaupahjól á minni hraða en 25 km/kls, gildir sá aldur sem framleiðandi hjólanna tiltekur í upplýsingum um tækið. Því sé það mjög mikilvægt að foreldrar kynni sér leiðbeiningarnar áður en hjólið er keypt.
„Strangar kröfur gilda um það að framleiðandi, framleiði vöruna og við það taki mið að þroska og getu barnsins til að tryggja öryggi þess. Þó búnaðurinn sé öruggur þá getur orðið alvarlegt slys ef barn sem ekki hefur þroska til að nota hann gerir það þar em það einfaldlega ræður ekki við hann.“
Þá segir Herdís að ýmsar leigur séu með sínar eigin reglur um aldurstakmörk þeirra sem taka hlaupahjólin á leigu og þessar upplýsingar er að finna á heimsíðum þeirra. Flestar leigur eru með 18 ára aldurstakmark. Þannig að einungis eru þessi hjól ætluð fullorðinum.
Þá minnir hún á hjálmaskyldu barna undir 16 ára, sem lögum samkvæmt skulu nota reiðhjólahjálm.

Hér má lesa frétt sem við birtum um daginn vegna rafmagnshlaupahjóla: Ábending vegna notkunnar rafmagnshlaupahjóla barna á Eyjunni